Doddi í Brooklyn

Friday, October 25, 2002

...
I'm back!

Ekki klikka á smáatriðunum, plís.

Ég er búinn að vera að drepast í öxlunum núna í tvær
vikur. Á þriðjudaginn drullaði ég mér loksins til að panta
tíma í nudd. Í sakleysi mínu pantaði ég mér tíma "next
friday" klukkan sex. Ég dreif mig þess vegna í ræktina
áðan, til að koma alveg hreinn og fínn í nuddið. Svo mæti
ég í nuddið, búinn að láta mig hlakka til í marga daga...
Neíííííí kallinn minn, núna ert þú aðeins að mis...
Þegar við Íslendingar tölum t.d. um næsta föstudag,
þá erum við náttúrulega að tala um næstkomandi
föstudag.
Þannig er því nú ekki farið hér hjá könunum í Meríkunni.
"This Friday" mundi vera næstkomandi föstudagur
en "Next Friday" mundi vera þarnæsti föstudagur.
Arrrrrrrrrrrrggggggggggggghhhhhhhhhhhhhh
Ég á því pantaðan tíma í nudd eftir viku.
Djöfuls vitleysa.
Kein massage fur Tamara.

Annars er nú ansi hreint prýðilega mikið að frétta.
Mín ástkæra Ásdís kom hér og dvaldi í átta daga.
Við eyddum dögunum í að njóta lífsins unaðssemda.
Þvílík sæla.
Eins var kveðjustundin ólýsanlega erfið.
Það er þó huggun harmi gegn að meðan hún dvaldi
hér, þá fengum við þær upplýsingar að hún er kominn
inn í skiptinemaprógrammið við skólann og því mun
hún koma út til mín eftir áramót. Ekki amalegt.
Í þokkabót var ég í gær að ganga frá samkomulagi um
leigu á íbúð hérna í nágrenninu og mun ég flytja í hana
í fyrri hluta nóvember og verð vonadi búinn að redda
húsgögnum og slíku áður en Ásdís kemur eftir áramót.
Ég verð að segja að ég hlakka mikið til að komast út
úr fangaklefanum sem hef búið í síðan í ágúst.
Það vill svo fáránlega til að íbúðin sem við erum að fara
að flytja í er í sama húsi og íbúðin sem Einar Scheving
býr í ásamt fjölskyldu. Það er því viðbúið að við munum
fá nokkra þjálfun í foreldrahlutverkinu á næstu mánuðum.
Íbúðin er með tveimur rúmgóðum svefnherbergjum og því
er hér með tilkynnt að þeir sem vilja fara í frí til Miami eru
mögulega komnir með gistingu. Auðvitað þarf fyrst að senda
inn umsókn og meðmæli og koma í viðtal...
Staðsetningin er frábær, frábært hverfi og aðeins 25 mínútna
gangur í skólann, sem telst nú ekki mikið á merískan mælikvarða.
Semsagt alveg frábært.

Annars koma mamma og pabbi við hérna á morgun. Þau lenda hér
klukkan 10 í fyrramálið og fara svo um borð í traust fley og sigla
kl 17. Þau ætla að sigla í viku og skreppa svo til Cancun. Eftir það,
nánar tiltekið 8.nóv, koma þau aftur hingað og verða með mér eina
helgi. Það er alltaf gaman að hitta fjölskyldu sína.

yfir í annað..

Þau ykkar sem eiga Eriksson gsm síma eða hafið séð
slíkan grip, vitið að það er svona pínkulítið grænt ljós efst
á þeim sem blikkar stöðugt þegar síminn er innan þjónustu-
svæðis.
Ég er ekkert að grínast með það að Sam segist ekki
geta sofið þegar síminn liggur á skrifborðinu mínu á næturna
og snýr upp. Það lýsist náttúrulega upp allt herbergið þegar
þessi öflugi kastari er í gangi...
Hann er því búinn að biðja mig um að snúa símanum mínum
á hvolf á næturna...

Vildi bara segja ykkur þetta...

Heyrumst von bráðar og takk fyrir komuna,
Doddi.

ps. nýja platan með MIB er sannkallaður kostagripur.
ps.2 tókuð þið eftir því að ég er kominn með íslenska stafi!
...