Doddi í Brooklyn

Tuesday, May 01, 2007

Asdis fekk ad velja ser morgunkorn. Asdisi finnst gott ad eiga goda vini.

Sunday, April 29, 2007

Í dag urðu sannkallaðir fagnaðarfundir, því stórvinur minn og aðdáandi, Jack Bauer, kom í heimsókn eftir langa fjarveru. Við eyddum nokkrum klukkutímum samam og nutum við báðir hverrar mínútu út í ystu æsar. Við höfðum báðir beðið þessarar stundar mjög lengi, eða alveg síðan hann kom í bæinn um miðjan janúar. Við spjölluðum um kjarnorkusprengjur og hryðjuverkamenn og náðum meira að segja að láta taka af okkur mynd saman. (Hafið engar áhyggjur, þetta eru bara dótabyssur, Jack vildi endilega hafa þær með á myndinni.)



Í öðrum fréttum er það helst að Ásdís hefur offissíallí lokið meistaranámi sínu og hver veit nema að hún fái bikar og medalíu áður en langt um líður. Vonandi fæ ég líka svoleiðis, en ég á smá eftir af önninni minni, þó ekki mikið. Við ákváðum að fagna engu að síður í gærkvöldi og spiluðum því póker eins og allir nema ég spilasjúkir væru og töpuðum að sjálfsögðu öllum peningunum okkar. Sem var allt í lagi því við áttum matarafganga síðan fyrr um daginn sem við gátum borðað í dag.

Hvað um það, Rós Mixóló er að hringja, verð að svara.