Komiði öll ævinlega blessuð og sæl. Enn og aftur býð ég ykkur velkomin inn í snúinn heim minn.
Ég fór til Seyðisfjarðar á fimmtudaginn. Þar gerðust margir sniðugir hlutir.
T.d. má nefna kranann sem sat einn úti á grasi og grátbað alla sem gengu framhjá um að stíga um borð og nota sig. Verandi slíkar gæðasálir sem ég og allir aðrir í gleðihópnum sem ég tilheyrði þetta kvöld eru, gátum við að sjálfsögðu ekki annað en látið það eftir honum.
Einnig hittum við hana Maríu Mey í líkneskismynd á hótelinu. Þar sat hún með grátstafinn í kverkunum og því ekki annað í stöðunni en að létta í henni lundina og kippa henni með í glensið.
Í síðasta lagi hittum við skítuga rugguhestinn. Við kunnum nú alveg að höndla slíka skítaklepra og var honum því snarlega og jafnframt réttilega skellt í sturtu.
Fleira var það nú ekki.


