Doddi í Brooklyn

Saturday, June 24, 2006

Komiði öll ævinlega blessuð og sæl. Enn og aftur býð ég ykkur velkomin inn í snúinn heim minn.
Ég fór til Seyðisfjarðar á fimmtudaginn. Þar gerðust margir sniðugir hlutir.
T.d. má nefna kranann sem sat einn úti á grasi og grátbað alla sem gengu framhjá um að stíga um borð og nota sig. Verandi slíkar gæðasálir sem ég og allir aðrir í gleðihópnum sem ég tilheyrði þetta kvöld eru, gátum við að sjálfsögðu ekki annað en látið það eftir honum.
Einnig hittum við hana Maríu Mey í líkneskismynd á hótelinu. Þar sat hún með grátstafinn í kverkunum og því ekki annað í stöðunni en að létta í henni lundina og kippa henni með í glensið.
Í síðasta lagi hittum við skítuga rugguhestinn. Við kunnum nú alveg að höndla slíka skítaklepra og var honum því snarlega og jafnframt réttilega skellt í sturtu.

Fleira var það nú ekki.




Tuesday, June 20, 2006

Ég keyrði til Bolungarvíkur, fór í rúbbí, fór á lókalpöbbinn, fór í 13 manna 17. júní skrúðgöngu, fór í brúðkaup, og keyrði til baka á 55 tímum.
Körrrrrreiiiiiisíííííí.
Ertekkað grínast með vegina á Westfjörðum? Hér ræðir um holur dauðans.Hvur er svo pælingin með að hafa bara mjóa malbiksrönd í miðjunni? Annaðhvort á bara að malbika almennilega eða sleppa því. (Doddi reiður)
Svo hitti ég annaðhvort gáfaðasta eða blindasta fugl í heimi um helgina. Þessi fugl flaug nebblilega inn í hliðina á bílnum á meðan bíllinn hreyfðist á ca 100 km/klst. Annaðhvort var þetta hárnákvæm sjáfsmorðsárás eða þá að fuglinn var bara illa sjónskertur, eða kannski var hann bara að horfa aftur fyrir sig.
Bæ elskan.