Doddi í Brooklyn

Thursday, December 07, 2006

What's up biatches.

Ég finn fyrir spenningi hjá fólki fyrir bloggi frá mér. Ég hef jafnvel heyrt að nokkrir pissudropar hafi laumast í brók hjá þeim sem spenntastir voru. Enda skiljanlegt sökum þess hve ég er svo rosalega fyndinn og sniðugur.
Þó er ég ekki eins sniðugur og einn vinur minn sem endaði ímeil sem hann sendi mér um daginn á þennan veg:
"Hlakka til að sjá þitt fallega bjór og steikar þrútna andlit. Tilhugsunin um æðasprengdar kinnar þínar skoppandi til og frá við hvern trommuslátt í stúdeóinu gera biðina eftir þér nær óbærilega."
Það er ekki oft sem ég fæ ímeil sem ég á ekki skondið tilsvar við, en það gerðist svo sannarlega þarna. Ég vil þakka viðkomandi sendanda sérstaklega vel fyrir þessa línu og einnig restina af ímeilinu sem var ekki síðri. Þetta hefur glatt mig í marga daga og mun sennilega halda því áfram í hvert sinn sem ég hugsa um þetta.

Enívei,
blogger ákvað skyndilega að ég gæti ekki lengur sent inn myndir á bloggið mitt úr símanum mínum. Takk vinur.

Annars magnast jólastemmningin jafnt og þétt hér í Boston. Þá kemur sér oft mjög vel að hafa fengið eitt kíló af Nóakonfekti gefins um daginn, eins og t.d. núna, þar sem ég sit fyrir framan sjónvarpið með tölvuna í annarri (eitt eða tvö err, veit ekki...) og sveittan marsipanfylltan Nóa súkkulaðimola í hinni. Svo fékk ég mér líka smá ís áðan, svona aðeins til að hita mig upp fyrir konfektið en að sjálfsögðu aðallega til að undirbúa mig fyrir heilbrigð matarjól á Íslandi. Það er mjög mikilvægt að vera í sínu besta matarformi þegar komið er til Íslands um jól. Þetta vita allir sem kunna að forgangsraða rétt.

Hey, svo er ég að fara að spila með besta, og best borgaða blúsbandi í heimi á laugardaginn. Hvernig hljómar þessi díll: 55 mílna keyrsla hvora leið, mæting 19:30, spilað frá 21:00 til 00:00, laun USD 100 á mann. Og reikniði nú.
Ég er a.m.k. búinn að reikna þetta dæmi til enda og þetta var bara of gott til að vera satt, ég varð að slá til...
Djöfuls rugl.
Stundum fatta ég að ég er fífl, en svo bara gleymi ég því alltaf aftur.
Ég er mis.

L.
D.

ps. það er æst gaman að vaska upp.
ps2. vinur minn í græna jakkanum er að róta í ruslinu mínu.
ps3. ég gaf robba róna kexkökurnar af hótelinu. hann setti þær ofan í bréfpokann sinn.

Monday, December 04, 2006

???

Myrkursins herra a hestinum ridur...

America runs on...