Doddi í Brooklyn

Friday, March 03, 2006

Gullprinsinn.

Siðfræði 101. Hagfræði 101. What the 101.
Hér kemur löng færsla, spurning um að hræra í túnfisksalat áður en lesning hefst, sem er b.t.w. að sjálfsögðu þess virði.
Ókei, þið munuð aldrei trúa þessu. Ég veit ekki hvort ég sé geðveikur eða tregur eða hvað. En eitthvað er það.
Eins og sumir lesendur vita frá Ásdísarblogginu, fór ég í gær og verslaði nýtt stórglæsilegt risasjónvarp að hætti sannra ameríkana. Þessi kaup voru eigi gjörð að ástæðulausu því að fyrir nokkrum dögum (mér til mikillar armæðu) bilaði gamla sjónvarpið okkar, sem þýddi að ég var neyddur til að fara og kaupa nýtt. Bilunin lýsti sér þannig að það var annað hvort massívur draugur sem flaug stöðugt yfir skjáinn og brenglaði litina, eða þá að öll myndin var bara brengluð. Þá skipti engu hvort horft í gegnum DVD spilarann eða afruglarann.
Svo eftir að ég kem heim með nýja gullprinsinn og set hann í gang, þá er bara myndin nákvæmlega jafn brengluð og í gamla sjónvarpinu, hvort sem horft var á DVD eða afruglarann.
Var ég orðinn geðveikur??? Ringlun, kalt vatn á enni, skil ekkert o.s.frv.
Heldurðu ekki að þá komi í ljós að bæði DVD spilarinn og afruglarinn voru í ruglinu! Er þetta tilviljun andskotans eða hvað!!!
Gamla drazzzzlið er þá ekkert bilað eftir allt saman! Auðvitað datt mér ekki í hug að bæði DVD spilarinn og afruglarinn hefðu bilað á sama tíma!
ERTU EKKI AÐ GRÍNAST
Ég búinn að kaupa sjónvarp drauma minna sem kostaði mig allar skólabækurnar mínar og háskólagöngu barna minna.
Nú eru góð ráð fok. Dýr altsog.
Auðvitað langar mig ekki rasssssgat að skila nýja sjónvarpinu...uhuuuuuuuuuuuuuuuuu, tvö grenj.
Maður er bara svona helvíti hress...

Wednesday, March 01, 2006

Ég er illa sjúkur.
T.d. í græjur og drasl.
Mig langar t.d. æst mikið núna í nýtt sjónvarp.
Ekki af því að ég er alltaf að horfa á sjónvarpið eða að sjónvarpið sem við eigum sé eitthvað lélegt. Nei, nei, bara af því að ég er tvitt.
Sem er skemmtilegt.

Nú mun senn reyna á steríótýpíska húsmóðurhæfileika vistmannanna á 39 Bay State Rd.
Þannig er mál með vexti að það þarf að sauma merki og nafnspjald á glæsilega karatebúninginn minn svo að karatefólkið geti ávarpað meistara sinn með viðeigandi hætti (þ.e. Lol eða Paul).
Ásdís fer hins vegar til Englands á vit ævintýranna nú á föstudagsmorgun sem þýðir að saumatími er af skornum skammti fyrir hana.
Þýðir þetta að ég muni senn setjast niður og sauma?
Það skyldi þó ekki vera að maður skelli í eina lopahosu í leiðinni. Maður spyr sig.

Fróður maður sagði mér eitt sinn í sífellu: "Ræpuvatn er gott"

Bassaskelfirinn refsar bassakvikindinu að hætti Flea. Er kvikindi með ufsiloni? Maður spyr sig.

Monday, February 27, 2006

Artí?

Sunday, February 26, 2006

Ég er lítill feiminn bloggari.
Samt alveg stór strákur og allt svoleiðis. Enda er ég líka í karate (tæ kvon dó, hú kers).
Kínverjar kunna stundum ekki að segja R hljóð né Ð (th) hljóð.
Það eru einmitt aðal hljóðin í nafninu mínu hér í Vesturheimi. (Thor)
Þetta getur verið fyndið.
Góðan dag, ég heiti Mr. Han, hvað heitir þú.
Ég heiti Thor.
Ha, Lol.
Nei, Thor.
Já, Paul.
Já já, Paul, það er fínt...

Mig langar í skíðaferð og golfferð. Samt meira í skíðaferð. Fyrst í skíðaferð svo í golfferð. Í gulum pólóbol. Lacoste.
Ameríkanskí fólk segir oft pís að skilnaði.
Pís.