Doddi í Brooklyn

Saturday, April 29, 2006






Í gær fórum við, ásamt vinum góðum, Margréti, Guðmundi og Hrafnkeli, í daglanga verslunar-, útsýnis- og skemmtiferð til ókunnra smábæja hér norðan við Boston.
Við hófum ferðina að sjálfsögðu á því að koma við á tveimur ómissandi stöðum er haldið skal í langferð: Makkdónalds og Dönnkindónötts. Fátt betra til að safna í góðan fretdauða en makk og dönkinn. Enda fátt skemmtilegra en að sitja daglangt í bíl fullum af kúkalofti. Einnig drógu Margrét og Guðmundur upp íslenskan lakkrís, bara svona til að hafa smá fjölbreytni í lyktinni...
Frískandi.
Fullyrða má að stemmningin í hópnum hafi verið gríðarleg og að hún hafi náð hámarki er við skoðuðum, að beiðni Gumma, Strawbery Banke, einn faldasta gimstein Norður Ameríku.
Strawbery Banke er safn, ekki ósvipað Árbæjarsafni. Vantaði bara gömlu konurnar sitjandi að prjóna og bakandi vöfflur. Kannski ekkert skrýtið að þær hafi vantað í ljósi þess að safnið var lokað...
En hvað um það...
Stemmningin náði nýjum víddum er við keyrðum inn í eitt rosalegasta afsláttarbúðaþorp sem við höfum nokkurn tíma komið í. (hver hefur ekki komið í óteljandi afsláttarbúðaþorp...) Nema hvað, að þarna setti ég persónulegt dagverslunarmet. Ég keypti mér sex boli, eina skyrtu (Calvin Klein að sjálfsögðu), eitt bindi, Ray Ban sólgleraugu, tvenn pör af Puma skóm og stuttbuxur. Annað eins magn af drasli held ég ekki að ég hafi keypt mér á einum degi áður.
Svo í dag, til að lina samviskubitið yfir spreðingnum í gær, skellti ég mér aðeins í ódýru Armani búðina hér í Boston og keypti mér alveg hræódýrar gallabuxur. Og nú líður mér miklu betur.
Ferðin endaði hins vegar vel á einhverjum frönskum restaurant þar sem Guðmundur fékk sér froskalappir. Ég hafði aldrei séð slíkt áður og fannst þær líta sláandi viðbjóðslega út.
Svo í lokin, þá langar mig að deila með ykkur litlu smáræði.
Eins og sumir vita, þá byrjaði ég að vesenast í tækvondó um daginn.
Í dag lærði ég eitthvað það fallegasta sem ég hef nokkurn tíma lært.
Nefnilega að slíta eyrun af fólki.
Mér fannst það sniðugt og bráðnauðsynlegt fyrir alla að kunna.
Passiði ykkur bara.
Doddi.

Ég vildi að ég væri með svona hár. Þá gæti ég nefnilega spilað Flight of the Bumblebee ógeðslega hratt á gítar.
Ég vildi að ég væri með svona stóran heila. Þá gæti ég bæði spilað Bach ógeðslega hratt á píanó og drepið fólk með hugarorkunni.
En maður fær bara ekki alltaf allt sem maður vill.

Tuesday, April 25, 2006

Hæ.
Ég var rétt í þessu að fá mér mjólk og súkkulaðikex.
Sem er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ég fékk mér mjólkina og kexið til að reyna að losna við hvítlauksbragð dauðans sem ég var með í munninum eftir að hafa etið dýrindis hvítlaukspasta ársins.
Þetta fór eigi betur en svo að nú er ég með ógeðsbragð dauðans uppi í mér. Hvítlauksbragðið hvarf sem sagt ekki og því er ég með magnaða blöndu af hvítlauks-, mjólkur- og súkkulaðibragði uppi í mér.
Sem er skemmtilegt.

Hvað um það.
Kannski vita einhver ykkar að það er frekar erfitt að verða ríkur á því að spila djass. Þá sérstaklega hér í vesturheimi, þar sem helst er ætlast til að maður borgi með sér til að fá að spila.
Mig langar að sýna ykkur lítið dæmi.
Hér er fjöldapóstur sem ég fékk frá djassskrifstofunni (það er ekki oft sem ég fæ að skrifa orð sem hefur 3 ess í röð, stórkostlegt!) í skólanum í dag:

The bar/club "An Tua Nua" in Kenmore Square is looking for musical and/or comedy acts. They need 3 or 4 acts for every Tuesday night starting at 8:30pm.

Admission for the show is $7 (performers are not charged). Audience members are asked at the door which group they're there to see, and the groups earn money based on how many people they bring in. Performers get $3 a head for the first seven audience members they bring in, and $1 for each audience member beyond that.

There is no piano at the venue, but they can provide a microphone, PA, and power (for amps, keyboards, etc).

If you're interested, please contact Phil at laertesxliii@hotmail.com or Greg at braggingtochildren@gmail.com.

"Performers are not charged" - þvílík fríðindi! Ókeypis inn fyrir mig!
Plús að ég gæti jafnvel unnið mér inn 25 dollara fyrir kvöldið!

Hvað get ég sagt...framtíðin blasir við mér.

Sunday, April 23, 2006

Hér eru tveir vinir glaðir í bragði á páskadegi Grikkja. Þorvaldur virðist vera nokkuð skelkaður, en vinur hans er rólegur. Einnig er saxófónn með í spilinu.
Ótengt því, þá var ég að enda við að heyra einhvern FM geðsjúkling syngja íslenska útgáfu af James Blunt laginu "You're Beautiful".
Sjúki maður.