Doddi í Brooklyn

Thursday, September 18, 2008

Það er mjög mikilvægt fyrir mig að umkringja mig með fólki sem hefur jákvæð og hvetjandi áhrif á sköpunargáfu mína.
Eftir umfangsmikla leit á internetinu fann ég loks samfélag fólks sem hefur sömu þrár og væntingar til lífsins og ég. Við setjum takmarkið hátt og ekkert fær okkur stöðvað. Við munum að endurnýjaður hugur er lykillinn að lífskraftinum. Sjá hér að neðan:

THE WAY

Ef þið eruð ekki sannfærð:

THE WAY 2

Tuesday, September 16, 2008

Fyrir blóð- og táblætisfólkið:



Vorum nebblilega að kaupa okkur spánýtt machete og ég stóðst bara ekki mátið og varð að prófa það aðeins. Það er bara svo notalegt.

Annars er bara allt gott héðan frá útlöndum.
Grilluðum hágæða íslenskt lambafille frá Kjarnafæði í gærkvöldi. Var það gjörsamlega til hinnar mestu fyrirmyndar. Nú ætla ég að biðja ykkur að hugsa um að þið séuð að borða lambafille á meðan þið virðið fyrir ykkur fölbleikt hörund fóta minna...

Falleg pæling ekki satt?

Ég elska ykkur.