Doddi í Brooklyn

Friday, December 21, 2007

Hér má sjá tvo glaða jólaálfa með jólatréð við Rockefeller Center í baksýn.

Áfram jóól, vei vei, vei vei, vei.

Jafet í allri sinni dýrð.



Friday, December 21, 2007


AÐGÁT!
Hér á eftir fer klassísk þunglyndisfærsla eins og mér er einum lagið.
Ef þú, lesandi góður, ert í mögnuðum jólafíling, ímyndandi þér að Public Enemy séu að spila einka jólakonsert fyrir þig í stofunni og Flava Flav sé rappandi Jólin Alls Staðar með stærstu magaklukku sem klukkusleikir hefur nokkru sinni séð hangandi um hálsinn, og vilt halda því þannig, skaltu ekki lesa áfram, heldur grípa kakóbollann þinn og snúa baki við tölvunni hið snarasta...


Hæ.
Um daginn lenti ég í kreditkortasvindli í þriðja sinn. Þá hafði einhver drusla stolið kreditkortanúmerinu mínu og keypt sér helling af drasli á internetinu. Reyndar er það svo sem ekkert stórmál þar eð kreditkortafyritækið mitt tekur ábyrgð á öllum óleyfilegum færslum. Eina sem það kostar mig er bara smá aukavesen.

Anyway,

það er hins vegar er gaman að segja frá því að stuttu eftir að þessi leiðindi gerðust, komst ég að því að einhver önnur drusla hafði komist yfir social security númerið mitt og var á fullu að sækja um kreditkort á mínu nafni.
Sem er sniðugt, því að þá fær hann kreditkort á kennitöluna mína, maxar heimildina og hendir svo reikningnum í ruslið. Svo veit ég ekki af neinu fyrr en eftir 10 ár þegar ég ætla að fá mér lán og þá segir bankinn að ég sé með 12 kreditkort á skrá sem ég hafi aldrei borgað af. Helflippað ekki satt? Líka svo gaman. Mér finnst fátt jólalegra og skemmtilegra en að vera í símanum við kreditkortafyrirtækin og kreditstofnanirnar og útskýra að ég sé í alvöru ég og að einhver hundur hafi stolið kennitölunni minni. Já hundur segi ég. Hundur!

Allir hressir?



Hér tjsannela ég minn innri jóladólg í bland við Boy George.

Tuesday, December 18, 2007

Doddi í fimleikum

Monday, December 17, 2007

Tókum húsfreyjuna á þetta um helgina og hrærðum í eina lauflétta hnetusmjörs-súkkulaði-smáköku uppskrift. Held reyndar að það sé smá möguleiki að einhvern tíma einhvers staðar hafi einhverjum tekist betur til með þessa uppskrift en okkur. Kennum bara gasofninum um það. Það kemur kannski fáum á óvart að ég læt nú samt ekki einhverja smávægilega vankanta stoppa mig í að taka magnaðan ryksugu effekt á smákökurnar við hvert tækifæri. Því er aldrei að vita hvort að þörf verði á annarri freyjutörn fyrir jól, hús altsog. Einnig vil ég koma þakklæti til Önnu Katrínar fyrir kökuboxið góða er fylgdi dýrindis lagkökunni sem kveikti einmitt þennan bökunarneista sem glóir svo glatt í hjörtum okkar???

Ekki?

Ikke?

Maður spyr sig.

Pís ád.

PS. Innilega til hamingju með litlu prinsessuna elsku Laufey.