Doddi í Brooklyn

Tuesday, September 02, 2008

Jó jó moðerfokking jóóó.

Fékk mér pizzusneið í Costco í dag.
Í Costco er allt rosastórt. Bara hægt að kaupa 2 kíló af tómatsósu eða 11 tannbursta í pakka o.s.frv.
Einnig eru pizzusneiðarnar stórar.
Það vill svo skemmtilega til að það er nýbúið að setja lög í NY fylki um að allar matarkeðjur sem eru með ákveðið marga staði í fylkinu, verði að hafa kaloríufjölda allra rétta skrifaða stórum stöfum við hliðina á hverjum rétti. Costo fellur greinilega undir þann hatt.
Ásdís fékk sér eina pizzusneið með sósu og osti: 700 kaloríur.
Ég fékk mér eina pizzusneið með pepperóní, sósu og osti: 820 kaloríur.

VODD ÐE FOKK!!!!!!!!!!!
Hvað í andskotanum setja þeir eiginlega í þessar pizzur?
820 kaloríur í einni fokkíng sneið!

Enívei, enduðum að sjálfsögðu með að kaupa allt of mikið í þessari helvítis búð. Keyptum t.d. 6 paprikkur í pakka. 9 dósir af túnfiski. 36 dósir af peppsí. 70 flöskur af vatni. 3 lítra af pastasósu og svo mætti lengi telja. Sem sagt allir að koma í sturlaða paprikkuorgíu heima hjá okkur. Svo verður vatni og pastasósu hellt yfir þá sem ofhitna af paprikkufryggð.


UPDATE:
16 dósir af túnfiski, ekki 9. Afsakið ruglinginn.