Doddi í Brooklyn

Friday, June 27, 2008



Nú er ég ekki þessi týpíski fjörfisksmaður.

Altsog, ég fæ aldrei fjörfisk.

Ekki frekar en hausverk, vélindabakflæði eða sinadrátt.

Þetta eru allt konsept sem ég er blessunarlega nánast alveg laus við.

Þangað til á Sunnudaginn síðasta.

Ég er nefnilega búinn að vera með fjörfisk í ofanverðu hægra augnlokinu síðan á sunnudaginn...

Er það eðlilegt? Fjörfiskur í 6 daga samfleytt...

Eða er ég kannski bara svona sérstakur og heppinn?

Kannski breytist fjörfiskurinn í sinadrátt á næsta sunnudag og verður þannig í viku...

Svo stanslaust bakflæði vikuna á eftir...


Maður spyr sig.

Thursday, June 26, 2008

Hæ.

Þessa dagana er fátt sem léttir lundina hjá mér.

Ásdís á Íslandi, og eina sem ég geri allan daginn er að sitja fyrir framan tölvuna og vesenast í þessari helvítis visa umsókn.

Svo fer ég einn út að borða á kvöldin og ráfa svo um göturnar eins og róninn sem ég er.... þvílíkt sorrí drusla.

En...

Alltaf þegar ég er að drulla í mig úr veseni og leiðindum... þá gerist eitthvað...


Í þetta skiptið er það nýja platan hans Al Green!!!!!!!!!!

Ertu að fokking grínast.

Ég er hérna kömmandi á tölvuna á meðan ég hlusta á plötuna í fyrsta sinn.

Þetta er bara rugl.

Þetta sándar svo fáránlega vel að ég fæ því ekki líst.

Al Green er svo þvílíkt meðða að það er bara rugl

Óld skúl sjiiiiiiii

Hljómar eins og þetta hafi verið tekið upp sextíu og eitthvað. Keeeerreiisíííí.

Grúvar eins og hraunlampi.

Þetta er þvílíkt að kveikja í mér.



ps. ég er vælupíka