Doddi í Brooklyn

Friday, October 13, 2006

Það er táfýlugildra undir skrifborðinu hjá mér.

Mig svíður í ammoníakbrunnið nefið.

Hins vegar keyptum við nýja stafræna myndavél um daginn, Panasonic Lumix FX01.

Drasl.

Skítamyndir.

Þökkum fyrir að búa í USA þar sem réttur neytenda er sterkur og gátum því skipt prumpinu. Fengum okkur klassíska Canon í staðinn. Við höfum alltaf átt Canon og hún svíkur engan. Elsku fallega Canon. Hvernig gat ég svikið þig? Ég mun aldrei gera það aftur, ég lofa. (Keyptum reyndar Panasonic plasmahnullung um daginn sem er helber snillingur)

Ef maður á eitthvað sem maður er ánægður með, þá á maður ekkert að vera að breyta. Og hananú. Ég hef t.d. alltaf verið með Nokia gemsa, en ákvað eitt sinn að prófa að skipta yfir í Ericsson. Þvílík mistök. Elsku fallegi Nokia, vonandi elskar þú mig enn.

Og þar hafið þið það. Bannað að breyta. Aldrei að prófa eitthvað nýtt og alltaf gera bara það sama. Nýjungar eru fyrir hálfvita og klepranagara.

Leigusalakonan okkar er brjáluð. Hún talar eins og fólkið sem er búið að reykja aðeins of mikið og er með gat á hálsinum. Hún er samt ekki með gat á hálsinum. Hún er frá Ítalíu.
Ég er hræddur við hana.

Mer finnst rosalega gaman ad hugsa.

Skolagledin er min.

Tuesday, October 10, 2006

Hæ foli.
Í þessum rituðu orðum er ég að hlusta á Eyva Kristjáns syngja um hvað honum finnst margt gott. Honum finnst t.d. gott að bryðja kandís og vera edrú inni á klósetti á Gauk á Stöng. Svo finnst honum líka allt svo ofboðslegt dúndur og æði.

Hvað um það.

Við Ásdís erum nýkomin frá NYC þar sem við heimsóttum Ólöfu og Gumma. Ferðin var frábær í alla staði og held ég að það sé óhætt að segja að heimilislausi blaðasölumaðurinn sem gefst aldrei upp hafi stolið sjóinu.
Í NYC getur allt gerst og gaman er að segja frá nokkrum hlutum sem ég hafði aldrei prófað áður en prófaði í þessari ferð, nota bene einungis sökum þess að ég var staddur í NYC.
Í fyrst lagi ber að nefna dvergaklám. Já, ég var kynntur fyrir dvergaklámi og verð ég að segja að það sé hin besta og heilbrigðasta skemmtun.
Í öðru lagi prófaði að spila póker í fyrsta sinn og verð ég einnig að segja að það sé hin besta og heilbriðgasta skemmtun.
Í þriðja lagi fór ég í fyrsta sinn á svokallaðan komedí klöbb og fylgdist með standöppi. Það var einnig hin besta og heilbrigðasta skemmtun.
Í fjórða lagi fór ég ekki í sérstakan Sex and the City útsýnistúr um NYC, en ég hef gert það oft áður, þ.e. farið ekki í sérstakan Sex and the City útsýnistúr um NYC.
Hér að neðan eru nokkrar myndir sem gætu glatt daprar sálir.
Bless sæti.

Hér gefur að líta Þorvald Þór er hann hefur nýlokið við að skoða internetið.


Myndagrín. Algjör klassík.


Maður spyr sig.






Lokasprell.

Monday, October 09, 2006

Ég er feitt töffaðastur á kantinum sökum þess að ég var að kaupa mér Jordan skó.

Sunday, October 08, 2006

Thokkalega thett nett a kantinum i NYC.