Doddi í Brooklyn

Saturday, May 19, 2007

Storkostlegt sprell i kjallaranum.

Tuesday, May 15, 2007

No sir, away! A papaya war is on.

Tásunag og anusát.

Varð bara að koma þessu á framfæri.

Sunday, May 13, 2007

Jæja litla avókadó barn.

Nú var farið á Fenway Park að fylgjast með Boston Red Sox éta hjörtun úr andstæðingum sínum á síðustu stundu þegar þeir áttu síst von á. Það var augljóslega frábær skemmtun. Hér eru nokkrar myndir af þessu öllu saman.

Fyrst sjáum við magnaða þrennu fyrir utan Fenway. Eins og sjá má eru allir búnir að kaupa sér flottar húfur til að sýna stuðning sinn við heimaliðið.

Næst má sjá innan úr Fenway. Ber þar hæst bandaríski fáninn sem blaktir mikilfenglega yfir leikvanginum eins og dvergapabbi úr Big World Little People sem vakir yfir stóru börnunum sínum.
En það er önnur saga.

Þegar hér er komið við sögu er allt komið á fullt svíng. Vil ég þakka LGG sérstaklega fyrir þessa mynd og fleiri á þessu bloggi sem ég hef birt hér á minni síðu í algjöru leyfisleysi.

Hér að neðan má svo sjá nokkrar myndir sem sýna vel hversu kúl hægt er að vera með derhúfu. Einnig er sýnt hvernig maður getur verið töff með derhúfu afturábak og bjór. Að lokum er svo sýnt hvernig hægt er að vera kúl með derhúfu á ská.




Red Sox unnu.

Einnig var móðurdagurinn haldinn hátíðlegur og fengu allar mæður fagrar kveðjur.
Fallegt.

Tveir spassar.

Loksins.