Doddi í Brooklyn

Friday, June 29, 2007

Þá er það komið á hreint.

Við komum til Íslands 6. júlí og verðum í mánuð.

Allir að bjóða mér í partí og grill og vesen.

Thursday, June 28, 2007

Dyrabjallan hringir.
Doddi fer til dyra.
Peggy sem býr fyrir ofan er læst úti með þvottakörfu undir hendinni.
Peggy: Hæ, heyrðu nenniru nokkuð að koma fyrir aftan hús og hleypa mér inn um hurðina við hliðina á bakdyrahurðinni okkar.
Doddi: Hvað meinarðu.
Peggy: Já ég er nebblilega að þvo og ég læsti lyklana inni í þvottahúsinu.
Doddi: Þvo? Hvar? Ég er ekkert með lykil að bakdyrahurðinni við hliðina á okkar.
Peggy: Jú hvað meinarðu, lykillinn að útidyrahurðinni okkar gengur að bakdyrahurðinni við hliðina á okkar og þar er þvottavél og þurrkari. Vissirðu það ekki?
Doddi: Nei, ég hafði ekki hugmynd um það. Við erum búinn að vera að keyra út í bæ að þvo í heilt ár...

Einkar hressandi.

Wednesday, June 27, 2007


Hitamælirinn í bílnum í dag sýndi 107 á fahrenheit og reikniði nú.

Fórum á Die Hard í dag. Þvílík snilld. Án gríns. Ég fílaði hana æst. Mér finnst Bruce Willis æst kúl og mig langar að vera hann, eða nánar tiltekið John McClane. Samt get ég nú ekki státað mig af því að eiga foreldra sem hafa fengið hann í partí til sín eins og sumir.

Die Hard fær 3 og hálfa stjörnu af fjórum. Snilld.

Annars erum við að flytja og það er viðbjóður.
Kassar, drasl, og vesen.

Bæ.
Doddi.