Doddi í Brooklyn

Saturday, June 07, 2008

Maður spyr sig...

Monday, June 02, 2008

Svarið er nei.

Ég er ekki búinn að gifta mig þótt ég sé nýkominn frá Vegas.
Við létum Ella og Gullu alveg sjá um allar giftingar. Við fylgdumst hins vegar spennt með brúðkaupinu og reyndum að læra þetta eins vel og við gátum.
Því er þó ekki að neita að það var virkilega gaman að vera við ekta Vegas brúðkaup og vil ég nota tækifærið og óska Ella og Gullu enn og aftur til hamingju.
Hér má sjá Ellert taka léttan fóstbræður á Gullu:


Annars var Vegas alveg til fyrirmyndar í alla staði. Fórum og sáum Davíð Copperfield birtast skyndilega á mótorhjóli á sviðinu og krumpa sig saman í pínulítinn kassa. Einnig tók hann sig til og lét tilvonandi brúðurina í hópnum hverfa. Að sýningu lokinni reyndi svo Copperfield að nota einstakan kynþokka sinn til að fá Gullu til að segja engum frá hvernig hún var látin hverfa, en allt kom fyrir ekki, sameinaður kynþokki restarinnar af hópnum varð kynþokka Davíðs yfirsterkari, og lét Gulla undan að lokum og sagði okkur allt af létta.

Annars var annar hápúnktur ferðarinnar auðvitað að fara á djammið með frægustu klámmyndastjörnu heimsins, J.J. og manninum hennar, Tito Ortiz, einum frægasta UFC fighternum.
Þau voru hress.


Einnig fór ég í einhver þau mögnuðustu tívolítæki sem ég hef farið í á ævinni. Þessi tæki eru staðsett á þakinu á 300 metra háum útsýnisturni og hanga fram af þakinu...




Helber sturlun segi ég!!! Þarna varð litli trommuleikarinn hræddari en hann hefur nokkru sinni orðið á ævinni...

Að lokum er hér mynd af Ella, en hann var svona alla ferðina, blindfullur og ruglaður, drekkandi líter af captain í kók.


Í blálokin er svo ein lauflétt af mafíósanum og konunni: