Doddi í Brooklyn

Thursday, March 27, 2008

Hæ.
Við fórum til Miami um helgina að kanna gamlar slóðir. Þar var allt fullt af rigningu og höfrungum. Svo sáum við líka minnsta hund í heimi. Hulk Hogan vinur minn var hins vegar vant við látinn þetta skiptið og því náðum við ekkert að hittast.

Í Miami var hins vegar alltaf og alls staðar svartamyrkur. Ég var hins vegar vel undirbúinn með blacklight vasaljós með mér og svo vildi líka svo vel til að Ásdís var nýbúin tússa mig allan út í skærum litum í flugvélinni. Því leit ég alltaf svona út:

Einnig var ég alltaf að benda á alla.

PS. Er ég skrýtinn ef mér finnst Nothing to Lose með Tim Robbins og Martin Lawrence æst fyndin?