Doddi í Brooklyn

Thursday, June 14, 2007

Hæ.
Hér eru dass af myndum úr ródtrippinu okkar sem við erum nýkomin heim úr. Nýjasta myndin er efst o.s.frv.

Ásdís átti afmæli í San Francisco og kom starfsfólk hótelsins okkur vel á óvart með því að fylla herbergið okkar af blöðrum, afmælishöttum, lúðrum, köku (já, fylltu herbergið af köku segi ég) og rauðvíni.


Hér má sjá Ásdísi fyrir framan beygðustu götu í heimi. Gata þessi var of brött til að hægt væri að aka hana beint upp og niður, og því var brugðið á það ráð að hafa akgreinarnar svona beygðar. Aldeilis prýðilegt.


Við erum að tala um rugl halla.


San Fran í baksýn.


Litli íkorna vinur minn sem var orðinn útbelgdur af matargjöfum heimskra túrista sem virtu skiltið sem á stóð: "Do Not Feed the Animals" að vettugi.


Kostulegt styttugrín rétt fyrir utan L.A.


Hollywood maður minn.


Ég við stjörnuna mína. Þeir klikkuðu reyndar aðeins á nafninu, en hvað er eitt i milli vina.


Ég í ólýsanlegu stuði á Medieval Times þar sem riddarar berjast til síðasta matarlitsdropa um hilli prinsessunnar fögru. Allir að hugsa um Cable Guy núna.


Ásdís reynir að bjarga efnahag heimilisins eftir að húsbóndinn hafði fengið háðslega útreið við pókerborðið.


Ég þangað.
Strax.


Hoover Dam.


Hitamælir.


Sólarupprás í Grand Canyon. Mæli eindregið með Grand Canyon. Hins vegar komumst við ekki í bátsferðina um Colorado River (sem rennur í gegnum gljúfrið) sem okkur langaði í. Ég var búinn að láta mig dreyma um að komast í rafting eða eitthvað slíkt. Þegar á staðinn var komið og við ætluðum að panta slíka ferð, þá kom það í ljós að biðtíminn eftir ferðinni var dass lengri en við höfðum ætlað, eða u.þ.b. 2 ár!!!!!
Alveg rólegur.




Ég sló í gegn á karókíbarnum í Moab, Utah. Ég byrjaði á því að taka AC/DC í nösina og síðar gerði ég og Gummi allt tryllt með ógleymanlegri útgáfu af tímalausu klassíkinni Who Let the Dogs Out. Það ætlaði allt að verða kreiiiiiiisííííí skal ég segja ykkur.
Þó var enginn hressari en sonur hans Steve Ray Vaughn sem lék á alls oddi. Hann var reyndar ekki eina barn einhvers frægs sem við hittum í ferðinni, því að dóttir Al Green söng fyrir okkur í Memphis.


Hér bregður hópurinn á leik og líkir eftir því er maður keyrir um á fjórhjóli, en svo vill til að það er einmitt það sem hópurinn hafði verið að gera fyrr um daginn. Skemmtileg tilviljun.


Ég keypti mér kúrekahatt í Texas sem varð til þess að kynþokki minn margfaldaðist. Vonandi getur þú kæri lesandi ímyndað þér styrk kynþokka míns, en eins og gefur að skilja verður honum aldrei gert góð skil með myndum einum saman.


Allir sælir að mögnuðum fjórhjólatúr loknum.


Dísa röff töff töff.


Á hæsta tindi alheimsins geimsins með Moab eyðimörkina magnaða í baksýn.


Temmilega þétt steinasprell.


Tvö helvíti gæjaleg.


Eyðisteinn.


Bein lína við kauphöllina.


Er við vorum stödd á fylkjamörkum fjegurra fylkja Bandaríkjanna, stóðst ég ekki mátið og dembdi mér í eina lauflétta krabbastöðu. Sagan segir að krabbastaðan eigi sér rætur að rekja til hótelherbergis á Akureyri, en ég sel það eigi dýrara en ég keypti það.


Kúrekar vestursins og frillur þeirra.


Sannir kúrekar hræðast ekki mauraþúfur.


Big Papi kannski?


Eða bara Babe Ruth?

Grín.

Blue?


Texas minigolf.


Hægasta gokart sem heyrst hefur um.
Þó var það nokkur sárabót hversu snöggar og gáfaðar stúlkurnar í afgreiðsunni voru. Húrra fyrir þeim.


Sigurbrosið. (Ókei, ég vann ekki)


Ég hef aldrei sagt neinum þetta, en ég er stundum varúlfur.


Kasínóin í Amarillo eru ekki alveg jafn flott og í Las Vegas.


Óútskýranlegt.


Fáheyrt sprell á hinum sögufræga þjóðvegi númer 66.







Fljúgandi geimverumaður í Memphis. Hann hlustaði kannski of mikið á Elvis...



Þorvaldur og Guðmundur framkvæma sérstaka vatnsviðhafnarútgáfu af Diry Dancing stökkinu svokallaða.


Er okkur bar að garði voru nokkrir fjallhressir eldri borgarar í æsilegri vatnaleikfimi. Þeim var alveg sama þótt við smelltum af nokkrum myndum.
Djók, þetta er ég, Gummi, Lára og Nína.
Náði þér.


Kóngurinn og Elvis.




Það er ekki á öllum ferðalögum sem maður ferðast með tveimur fyrrverandi landsliðskonum í blaki. Enda sýndu þær augljóslega að þær hafa engu gleymt.



Ég þurfti að láta mér lynda að þurfa að skilja lúgerinn eftir úti í bíl þegar við fórum á kántrísafnið.


Ég var alltaf að biðja um pissustopp.