Doddi í Brooklyn

Thursday, February 23, 2006

Af Mbl.is:

"Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 50 þúsund króna sekt fyrir að ráðast á konu á sama aldri í október á síðasta ári og slá höfði hennar í vegg, taka hana hálstaki, sparka í maga hennar og kasta henni í jörðina."

Djöfull eru þeir góðir að skamma þessir dómarakallar.

Tuesday, February 21, 2006

Hæ krakkar.
Ég og Ásdís búum í Boston.
Þegar er kalt í Boston, þá er gott að hafa heitan stað til að dvelja á.
Til dæmis heita íbúð.
Íbúðin okkar er oftast heit.

En ekki fyrr en að læti dauðans eru búin að eiga sér stað.

Þannig er mál með vexti að það ganga tvö hitarör í gegnum íbúðina okkar, eitt í stofunni og eitt á baðinu. Svo er voða fínn hitari í kjallaranum sem sendir hita í þessar leiðslur svo að mér verði ekki kalt.
Það sem er skemmtilegt við þetta allt saman er að þegar hitarinn fer í gang (sem getur gerst hvenær sem er og gerist reyndar alltaf kl. 7 á morgnana svo að fólkinu sem er að fara í vinnuna verði ekki kalt), þá hljómar það eins og að Hjalti Úrsus standi sveittur í hjólabuxunum, ber að ofan, í stofunni hjá okkur (á hvítu hringmottunni sem ég keypti handa Ásdísi) berjandi æsingsfast með sleggju í rörin.

Þá er gott að sofa.

Kassmæerinn.

Her erum vid i skidalyftunni. Mer datt allt i einu ad gera eitthvad flippad svo ad vid bara akvadum ad kyla a thad. Alltaf til i ad flippa hun Asdis.

Monday, February 20, 2006

Eldhús utan á flutningabíl fyrir utan glugga. Ég er artí týpa med trefil.

For a spitala med massa H.H.B. (heilahimnubolgu). Var settur i RESPIRATORY ISOLATION. Nett flipp. Bannad ad stara a punginn.

Hæ vinir mínir. Ég er kominn aftur. Með kommbakk.
Aldarinnar.
Mér finnst ég fallegur og því vil ég sýna ykkur mig með myndum úr símanum mínum sem er líka fallegur. Svo kannski skrifa ég eitthvað sniðugt líka. Annars er ég líka með fullt af myndum og vídjóum á hinni síðunni minni, dodditrommari.com.
Hvað um það. Ég var að byrja í Tækvondó í dag. Fílaði mig sem massa karatestjörnu.
Sem ég er.
Fékk búning og allt. Held að það sé mynd af mér á blogginu hjá Ásdísi
Fórum líka á skíði í gær sem var gaman. Samt er skíðamyndin ekki frá því í gær heldur frá því um daginn, ótrúlegt.
Hvurslags.