Doddi í Brooklyn

Wednesday, December 20, 2006

Sökum atburða síðastliðinna sólarhringa neyðist ég til að skipa Icelandair að sjúga minn ramma ristil.
Vélinni sem við áttum að fljúga með til Íslands seinkaði aðeins, eða um u.þ.b. 24 klukkustundir...
Starfsmenn Icelandair í Boston stóðu sig vægast sagt frábærlega og komu upplýsingum um seinkun þessa og allt sem því fylgdi fljótt, skilmerkilega og fagmannlega frá sér til þeirra 200 viðskiptavina sem strandaðir voru í Boston. Starfsfólk Icelandair var jákvætt og með þarfir viðskiptavinanna í fyrirrúmi. Starfsfólkið fann virkilega til með viðskiptavinunum og gerði sitt allra besta til að gera þessa seinkun sem auðveldasta fyrir alla.

...

Og biturðin heldur áfram.

...

Svo fór ég í Bónus í dag og þá kom hættuleg gömul kona og keyrði á mig með kerrunni sinni. Samt ekki óvart, heldur bara af því að það má. Svo horfði hún á mig eins og ég væri fífl og fór.
Við kassann var svo stúlkan sem hatar líf sitt að afgreiða. Í staðinn fyrir að renna vörunum sem hún var búin að skanna í áttina til mín, þá ákvað hún, sennilega til að ná sér niður á veröldinni, að dúndra öllu því sem ég var búin að kaupa í mig. Ég var frekar hræddur en ákvað að segja ekki neitt vegna þess að ég óttaðist að hún bæri túttubyssu eða jafnvel Luger innanklæða og myndi skjóta mig í lærið ef ég segið eitthvað.

Skilur fólk ekki að ég er ekki sami jaxlinn og ég var áður en ég flutti af landi brott 2002? Veit fólk ekki að ég er orðinn viðkvæmur kani sem þolir ekki þetta stress og þennan dónaskap hér á landi???

Maður spyr sig.

Monday, December 18, 2006

Ég veit ekki hvort þau eru komin til Íslands, en sjálflímandi frímerki sem þarf ekki að sleikja er eitthvað sem vantar á Íslandi. Til hamingju Ameríka.

Í öðrum fréttum er það helst að við erum á leið til Íslands í kvöld og munum við fagna fæðingu frelsarans og komu 2007 í hópi fjölskyldu og vina. Boston tekur svo aftur við okkur þann 7. janúar 2007.

Til að fyrirbyggja að við myndum gleima Ameríku, þá ákváðum við að borða amerískar pönnukökur í morgunmatinn bæði í dag og í gær.
Það er hollt.
Ristillinn minn fagnar.

Sunday, December 17, 2006

Þetta er u.þ.b. það jólalegasta sem hægt er að sjá í Boston þessa dagana...


(ef vel er að gáð má sjá að þetta er einungis hálft jólatré sem stendur upp við vegg...)
Fyrir utan þetta, þá er eiginlega ekkert jólaskraut og ekki rass jólalegt hérna, enda er það erfitt þegar hitinn er ca 15 gráður dag eftir dag... hrumpf og soss. Veturinn kemur á vitlausum tíma hér í Boston. Hann kikkar vanalega hresslega inn í janúar og er svo ekkert að fara fyrr en í maí, sem er móri altsog.
Við fórum hins vegar í hið glæsilegasta matarboð til LGG í kvöld og þar fengum við vænan skammt af lambakjéti, Svölu, Ruth vinkonu minni og Bó, kyrjandi ódauðlega jólasmelli sem enginn getur fengið leið á.
Reyndar fannst mér það bara gaman. Ég þakka samt fyrir að þurfa ekki að vera á Íslandi í desember og þjást dag eftir dag með þetta í eyrunum...maður er ekki mjög lengi að fá nóg...en við eigum örugglega eftir að fá okkar skammt þessa fáu daga sem við verðum heima fyrir jól.
Áfram jól.

Bis spaater...