Doddi í Brooklyn

Saturday, March 15, 2008

Hvað er búið að vera í gangi?

Það er von þú spyrjir mannandskoti.
Nei, rólegur Valdi. Óþarfi að blóta svona bara strax.
Já, það er rétt hjá þér, sorrí mar. Þetta var kannski aðeins of mikið. Þú ert ekki mannandskoti. Þú ert heví fínn gaur eða heví fín gugga. Látið bara eins og ég hafi aldrei sagt þetta.

Hvað um það.

Undanfarið hafa nokkrir vinir mínir átt erindi til NYC. Hafði ég mikla unun af því að sjá þá alla og veitti nálægð þeirra mér mikinn unað. Á meðal þessara stórmenna má nefna Ágúst Bogason, Kára Einarsson, Jóel Karl Friðriksson og síðast en ekki síst Skelfinguna ógurlegu. Kann ég þeim öllum bestu þakkir fyrir hittingana. Glöddu þeir mig allir, hver á sinn einstaka persónulega máta...

Annars er ég búinn að vera að spila reglulega undanfarið með Little Jackie.

Það hefur verið afar hressandi.
Við erum m.a. nýkomin frá Austin, TX, þar sem við lékum á SXSW tónlistarhátíðinni á BMI showcase tónleikum. Þar voru staddir margir af helstu útsendurum satans og vonandi kömmuðu þeir allir á sig við að heyra tónlistina okkar og urðu æstir í að bóka okkur út um allt. En það á eftir að koma í ljós.
Mér skilst þó að tveir vinsælir raunverleikasjónvarpsþættir hér í USA séu búnir að kaupa tvö af lögum Little Jackie til notkunar sem upphafsstef þáttanna í næsta sísoni þannig að það er a.m.k. eitthvað jákvætt í gangi. Verst að ég á ekki rassgat í þessum lögum... þá mundi ég nebblilega fá fúlt af pjéníngi. En hver þarf sosum pening þegar maður á Nintendo?

Til gamans má sjá hér að neðan hversu töff við erum í Little Jackie:


Eins og sést eru allir þarna voða töff eitthvað... nema ég.
Ég er bara eitthvað skrýtni Jón Spæjóinn þarna í horninu...
Ég held bara að mér sé bara ekki í blóð borið að vera töff. Sama hvað ég reyni.
Takið hins vegar vinsamlegast eftir kanínueyrunum.

Það er hins vegar soldið spes að vera í svona hljómsveit sem er "eign" útgáfufyrirtækis.
Það er nebblilega ekki allt sem má.
Hér eru nokkur dæmi um nýjar reglur sem okkur hafa verið settar:
1. Gamli hárlausi öldungurinn á trommunum má ekki spila með hljómsveitinni framar nema hann beri hatt á höfði...
Já, ég má ekki spila nema ég sé með hatt. Já, hatt.
Það er sem sagt ekki inn að vera gamall trommukall með ekkert hár. (takið eftir því hvernig ég sagði fagmannlega "ekkert hár" í staðinn fyrir "skalla"... smooooooth)
2. Engar bangsakanínur leyfðar á sviðinu framar. Það var alveg tekið fyrir það eftir þarsíðasta gigg.
3. Hljómborðsleikarinn má ekki dansa, nema fyrir aftan hljómborðið. Hann skal eigi færa sig frá hljómborðinu er hann hristir sig. Hann fékk áminningu um það eftir þarsíðasta gigg.
4. Ekkert grill í Borgarnesi. (Reyndar er þessi regla úr annarri hljómsveit sem ég var eitt sinn í, en það er önnur saga).

Já tóm gleði.

Annars er ég líka búinn að vera að vinna í stúdíóinu undanfarið hjá pródúsernum sem pródúseraði Little Jackie. Við erum búnir að vera að taka upp trommugrunna fyrir nýja plötu söngkonunnar Melindu Doolittle. Ég geri ráð fyrir að mitt trommugutl verði notað á plötunni og þá verð ég glaður. Annars tekur framleiðsla á svona plötu æst langan tíma og ansi margt sem getur gerst og breyst í framleiðsluferlinu, þannig að ég er nú ekki farinn að fagna þessu strax, en hvort sem að þetta verði notað eða ekki, þá er þetta sultufín reynsla...

Bla, djöfuls kjaftæði.
Ef þetta verður ekki notað, þá verð ég æst fúll og drep pródúserinn. Ókei, kannski ekki drep, en kaupi að minnsta kosti svona vúdú dúkku og sting fullt af nálum í hausinn og púnginn á henni.

Hvað um það.

Að lokum er hér mjög átakanlegt ljóð sem byggt er á sönnum atburðum.

Saklaus drengur í flugvél gengur.
Símann svæfir undurblítt.
Vélin svífur vængjum þöndum.
Hjartað hamast ótt og títt.

Vélin lendir heilu og höldnu.
Fólkið gengur ganginn inn.
Helvítis síminn minn er ónýtur.


Vertu sæll undurfagri lesandi.