Ég er bloggdrusla.
Gleðilegan annan í páskum.
Ég fékk páskaegg í gær. Sem er gott.
Æst gott.
Samt er maginn í mér eitthvað hugsi núna.
Svo eru Brynja og Hinrik í heimsókn, sem er mjög skemmtilegt. Nema að fæturnir á Hinrik eru soldið fyrir mér. En hann er samt voða voða fínn strákur, nema hann er soldið of heppinn í pool. Sem er svosem allt í lagi, hann fær sjens.
Helsti spenningur þeirra Brynju og Hinriks er þó að sjá rotturnar í portinu hjá okkur, en okkur til mikillar armæðu hafa þar eitthvað verið tregar að sýna sig undanfarna daga.
Ég var gabbaður. Þrátt fyrir mikinn andlegan anti-gabb undirbúning að morgni 1. apríl, þá kom gabbið aftan að mér þegar ég síst átti von á, og ég féll í gryfjuna.
En ég reis upp aftur, alveg eins og jesús, og stend nú uppréttur og gef fimmur hægri vinstri.