Doddi í Brooklyn

Tuesday, August 15, 2006

Jæja snúðarnir mínir.
Ég smellti mér í dýrindis brúðkaup/afmæli, samt aðallega brúðkaup um helgina.
Kristinn Ottason og Erlen Björk Helgadóttir staðfestu þar með einlægan ásetning sinn um að eyða ævinni saman frammi fyrir guði, mönnum og mér.
Þetta var allt hið stórglæsilegasta og ekki skemmdi fyrir að meðlimir úr goðsagnakenndu stórhljómsveitinni sálugu, Bossanóvabandinu, stigu á stokk við miklar undirtektir. Sumir mundu ganga svo langt að segja að þakið hafi ætlað að rifna af húsinu. Hvað um það, Erlen og Kiddi voru stjörnur kvöldsins og ég óska þeim innilega til hamingju með allt saman.
Svo er einnig gaman að segja frá því að ég fékk um daginn póstkort með mynd af honum Horst Tappert vini mínum með Luger í hönd. Ekki amalegt það.
Hér eru svo nokkrar myndir, ykkur til yndisauka.

Hér má sjá Kristinn og Erlen á munúðarfullri göngu út kirkjugólfið.


Hér má sjá Bossanóvabandið í næstum allri sinni dýrð.


Hér hefur brúðguminn bæst í hópinn og á þessu andartaki var farið að reyna all verulega á þakfestingar félagsheimilis Seltjarnarness.