Doddi í Brooklyn

Friday, October 19, 2007

Ókei,
allir verða að kíkja á þetta STRAX!!!
JUMP!


Einnig, þetta er ólýsanleg snilld:

Thursday, October 18, 2007

Obbobobb, best að kaupa sér nintendo á ebay...
Búinn að fá ofur maríusar þríleikinn í hús (þar sem fyrsti hlutinn var kláraður á mettíma), sem og tvídripl.
Svo er von á fleiri bombum eins og útkýli, byssyreyk, heims-fjölbragðaglímu og síðast en alls ekki síst: stálblöðum.
Já, það má með sanni segja að í úsa ríki mikið gleði.

Wednesday, October 17, 2007

Adama og félagar.
Týpískt, ákkúrat massív halógen pera í loftinu, beint fyrir ofan mig...(Dita Von Teese hvað...)

Ikea gledi.

Tuesday, October 16, 2007

Hæ.
Ég var í Chicago í gær að spila með Adama. Við vorum að hita upp fyrir frábæra brasilíska söngkonu sem heitir CéU. Þetta voru fyrstu alvöru tónleikarnir okkar sem hljómsveit og var þetta allt saman tóm gleði og hamingja. Tónleikarnir mörkuðu tímamót fyrir mig þar sem ég lék á píanóhljóðgervil á miðjum tónleikunum, eitthvað sem ég hef eigi gert opinberlega síðan Hermann Gunnarson var á toppnum. Ekki má heldur gleyma nýja hipphopparajakkanum mínum sem ég var í. Wesssside. Þrefalt húrra fyrir mér. Svo eru framundan tónleikar í fleiri borgum þ.á.m. NYC og LA og Washington. Einnig er ýmislegt annað mjög spennandi í farvatninu með Adama, spennó klennó.

Annars erum við Ásdís á leiðinni í IKEA í fyrramálið og geta glöggir lesendur leitt líkur að spenningnum sem ríkir innra með mér.

Anyway, að lokum langar mig að deila með ykkur nýju hetjunni minni.
Góðar stundir.