Doddi í Brooklyn

Tuesday, February 20, 2007

Hei beibís.
Fórum á skíði um helgina, helber snilld. Fullt af snjó og massablíða. Ekki spillti fyrir að það var Snickers Day í skálanum, og þá er Doddi glaður.



Svo fékk ég kvef. Og helvítis andskotans munnangurshelvíti.
Þá er um að gera að búa í Ameríku og fá sér fullt af pillum og dópi.
Ahhhhhhhh, dóp er gott.
Svo er það líka svo hressandi.



Svo er líka búið að vera fullt vetur hérna, og skrítinn snjór sem breytist í íshellu.


Svo var bolludagurinn í gær auðvitað.
Ásdís tók sig til og bakaði meira en dass af bollum og við buðum Yo-L og Catherine í kvöldkaffi.
Hér fyrir neðan má sjá bakarann í Nes-Brauði, Stykkishólmi, stoltan með bollurnar sínar.