Doddi í Brooklyn

Thursday, June 21, 2007

Eins og áður sagði erum við búin að vera í NYC í næstum viku að leita að íbúð.
Leitin virðist vera á enda. Við ákváðum að kýla á eina lauflétta íbúð hérna í Park Slope hverfinu í Brooklyn. Ólöf og Gummi verða ekki langt undan og því við miklum pókeræfingum og miklu súkkulaðiköku-með-ís út á áti að búast á næstu mánuðum.

Við erum búin að skoða ca 15 íbúðir hér í hverfinu og enduðum á því að velja aðra eða þriðju íbúðina sem við skoðuðum. Ég get alveg sagt ykkur að það að finna og leigja sér íbúð í New York er ekkert líkt með því að finna sér íbúð í Miami eða Boston. Við þurftum að bíða hér milli vonar og ótta eftir úrskurði um trúverðuleika okkar frá leigusalanum í 2 sólarhringa. Þetta endaði á því að við þurfum að borga ískyggilega mikið fyrirfram og passa litlu krakkana hans tvisvar í viku fram í desember. En hvað gerir maður ekki fyrir penthás í Manhattan...

En eins og ég var að segja, þá erum við búin að finna íbúð og munum skrifa undir samninginn á morgun. Svo er bara að muna að ættleiða, vegna þess að við þurftum að semja frá okkur þrjú fyrstu börnin okkar.

Gaman er að segja frá því að inngangurinn í íbúðina er fyrir miðri svokallaðri "dollar store" verslun sem selur allt milli himins og jarðar, þ.á.m. mikið af ekta Gucci töskum sem hanga tignarlega allt í kringum innganginn í húsið. Er við nálguðumst íbúðina í fyrsta sinn varð ég mjög hissa þegar leigugaurinn beygði skyndilega inn í töskuhafið og fann þarr fyrir hurð mjög fallega. Ekki spillti fyrir að hún er fagurlega skreytt af spreybrúsalistamönnum hverfisins. Húrra fyrir því.

Að lokum er vert að minnast þess að íbúðin er með útgangi út úr einu herberginu út á þakpláss, sem er eingöngu til afnota fyrir okkur, þar sem við munum geta haft grill og hvaðeina. Ligga ligga lá allir hinir sem eru ekki með svoleiðis. Mont mont.

Svona í blálokin vil ég þakka 20th Century FOX Television kærlega fyrir að hafa skapað Jack Bauer og Michael Scofield. Án þeirra væri líf mitt algerlega tilgangslaust og ánægjusnautt.

Sunday, June 17, 2007

Erum í NYC að leita að íbúð.

Rétt upp hönd sá sem fékk tvær 115 dollara sektir í nótt fyrir að leggja of nálægt brunahana.