Doddi í Brooklyn

Thursday, December 06, 2007

Hó hó hó segir Þorvaldur og setur upp svörtu hárkolluna og svörtu jöklasólgleraugun. Hann skipar þjónustustúlkunni að bíða með að opna fyrir gestunum á meðan hann sest í þægilegan búkollustólinn, kemur pípunni varlega fyrir í munnvikinu og smellir fingrunum fimlega í takt við jóladjassinn.

Veturinn er að koma.

Horfðum á Sicko eftir Michael Moore um daginn.
Áhorfið vakti upp hjá okkur skötuhjúunum ýmsar spurningar um hversu gott eða vont, sniðugt eða ruglað það er að búa hér í USA. Kannski er balansinn milli þess góða og slæma hér ekkert öðruvísi en í öðrum löndum... eða hvað... maður smyr sig.

Annars er herinn er alltaf að auglýsa.
Maður getur orðið ekki bara strong í hernum, heldur getur maður orðið Army Strong líka. Herinn kom einu sinni í heimsókn í skólann minn í Miami. Þeir leyfðu mér að kasta boltum í eitthvað gat, og ég fékk derhúfu að launum.
Þeir sem eru í hernum eru á fullu að vera hetjur og passa upp á að restin af Bandaríkjamönnum haldi áfram að búa í frjálsasta landi heims þar sem tækifærin vaxa upp úr rifunum á ganstéttunum og hamingjunni rignir niður með dropunum.

Nóg um það.
Hér eru 3 myndir sem tengjast allar þessari bloggfærslu órjúfanlegum böndum. Wezzide.


Þorvaldur ræður ekki við dauninn er hann ber smyrsl varlega á viðkvæma staði líkama síns.


Hér kveður við annan tón og Þorvaldur er kominn í sprell stuð. Líkt og sönnum herramönnum sæmir, veitir hann dyggum lesendum sínum þá fróun er þeir krefjast, og lætur skína ofurlítið í hárugt og karlmannlegt hægra brjóst sitt.


Hér láta Þorvaldur og Guðmundur tilfinningarnar bera sig ofurliði og láta undan þrýstingi ástríðunnar. Þeir skeyta engu um stað né stund.


Hér má sjá hve vel Þorvaldur og vinir hans hafa náð að aðlaga sig harðgerum aðstæðum undirheima New York borgar.