Doddi í Brooklyn

Thursday, May 31, 2007

Þar sem mér gengur hægt að blogga um þetta road trip, bendi ég á bloggsíðu Ólafar og Gumma: smellið hér

Einnig bendi ég á myndirnar þeirra: smellið hér

Sunday, May 27, 2007

Hæ mamma.

Við erum hér í ródtrippinu mikla í massagríni.

Ég get ómögulega munað nákvæmlega hvað við höfum verið að gera
á hverjum degi, en ég man samt smá.

Við fórum í Country Music Hall of Fame í Nashville. Þar er bannað að reykja og líka bannað að taka vopnin sín með inn. Þrátt fyrir þessa vankanta var virkilega gaman að koma þangað. Ég lærði til dæmis að uppáhaldsdrykkurinn hans Ray Charles var hálfur gin, hálfur kaffi og 16 skeiðar af sykri.

Við fórum í Graceland í Memphis.
Elvis er dáinn.
Elvis átti marga peninga, marga bíla, margar byssur og margar flugvélar. Elvis fékk líka margar gullplötur í Noregi. Elvis fannst áfengi ekki gott en notaði þeim mun fleiri pillur. Elvis fannst betra að hafa gull út um allt, t.d. á beltissylgjunum á öryggisbeltunum í flugvélinni sinni.

Talið er að Elvis sé búinn að selja yfir milljarð platna á heimsvísu.

Ég tek mig æst vel út í svörtu hárugu Elvis vesti.

Við gistum í nótt á hóteli alveg við hliðina á Graceland. Hér er gítarsundlaug sem við prófuðum í dag. Ég vann Gumma í afturábak-kollhnís-í-vatni keppni. Nína sannaði að hún er ótvíræður cannonball meistari og sullaði á litlu krakkana.

Memphis er kreisi um helgar. Ég mundi giska á að í bænum í kvöld hafi verið u.þ.b. 10 - 15 þúsund manns, allir blindfullir.
Við sátum úti á einhverjum bar, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hún Debra Green, dóttir hans Al Green, kom og tók nokkur lög með hljómsveitinni, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þegar leið á kvöldið, og þetta er dagsatt, tókum við eftir því að við hliðina á borðinu okkar var turn. Uppi í toppnum á þessum turni var geit sem horfði á okkur. Geit segi ég.

Meira var það ekki í bili.
Myndir spaater.