Doddi í Brooklyn

Friday, May 26, 2006

Jæja litlu prumpurassarnir mínir.
Nú er ég kominn heim til Íslands og verð hér alveg fram í seinni hluta ágúst.
Ég kom heim að morgni 17.maí og fyrsti dagurinn fór í rugl með 40 stiga hita u.þ.b. 20 niðurgangsklósettferðum. Sem er gaman. Það er á dögum sem slíkum sem maður er þakklátur fyrir klósettpappírinn í bláu pökkunum með litla sæta hvíta hvolpinum framan á. Þennan slappleika tengi ég beint við flutninga mína sem ég stóð í dagana áður en ég kom til Íslands, en þessir síðustu dagar voru einhverjir þeir geðsjúkustu í mínu lífi. Stressfaktorinn var off ðe limids og ég lifði á nammi og makkdónalds. Ekki góð uppskrift að heilbrigðu lífi, enda fékk ég að finna fyrir því þegar ég kom heim.
Ég var hins vegar orðinn hress daginn eftir og búinn að vera endemis hress síðan. Nú segi ég brandara með reglulegu millibili og skemmti fólki jafnvel með söng og ef til vill dansspori ef ég sé í stuði.
Nú eyði ég hins vegar dögunum í ekkert. Reyni að sofa eins mikið og ég get. Sem er snilld. Ég reyni nú samt að hafa tíma fyrir pítsu svona inn á milli.

Svo er ég líka á leiðinni í Kringluna. Vona að Sigga og Grétar verði með eitthvað sjó. Fátt sem toppar þau á litla pallinum hjá blómabúðinni um jólin í Kringlunni.
Nema kannski Jón Sig. á góðum degi.
Flipp.
Þorvaldur Þór.