Doddi í Brooklyn

Saturday, February 02, 2008

Betelgás er í sjónvarpinu núna.
Jó.
Fórum í bíó á miðvikudagskvöldið.
Sáum Juno, alveg frábær mynd.
Svo þegar við vorum búin á Juno, nýkomin út úr salnum, þá sáum við að Rambó var nýbyrjuð í næsta sal. Verandi bófarnir sem við erum ákváðum við auðvitað að stelast inn á Rambó. Sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Rambó er alveg rosalega reiður og þarf held ég barasta á ráðgjöf að halda. Hann er meiraðsegja svo reiður að hann rífur barkakýlin af sumum og skýtur örvum í gegnum hausana á öðrum.

Jæja, hvað um það.
Eftir að við vorum búin að sjá Rambó ókeypis og nýkomin út úr bíóinu, gengum við framhjá þeim yndislega ameríska veitingastað Applebee's sem við höfðum einmitt snætt á áður en við sáum Juno. Ekki var laust við að dálítill söknuður væri farinn að segja til sín í hjörtum okkar, og því ákváðum við að skella okkur barasta aftur inn á Applebee's og fá okkur einn sveittan á barnum.

Gott og vel.
Nú vorum við glöð og ansi sátt við lífið. Búin að fara út að borða, sjá tvær myndir í bíó, og fá okkur drykk eftir bíóið. Hvernig gat þetta kvöld orðið betra?
Jú, með því að fara aftur í bíó auðvitað... Því skelltum við okkur bara aftur í bíó. Í þetta sinnið varð hann Michael Clayton fyrir valinu og stóð hann sig með stakri prýði. Hann er ansi klár strákurinn og á hrós skilið fyrir hugrekki og dirfsku.
Sem sagt, triple play á bíópakkanum á einu kvöldi... Verður ekki hressara.

Ókei, ókei, næsta mál á dagskrá.

Skelltum okkur á tónleika með Lenny Kravitz í kvöld. Hann stóð sig einnig með afbrigðum vel, alveg eins og Michael Clayton. Ég verð að viðurkenna að mér finnst Lenny Kravitz æst töff. Eitthvað í leðurjakka með klút og vesen. Svo eru allir sem eru með honum á sviðinu líka allir að deyja úr töffi. Sem mér fannst líka bara töff. Trommarinn eitthvað ber að ofan í leðurvesti og með stórt silfurhálsmen. Það er nebbliega allt leyfilegt þegar maður er uppi á sviði með Lenny Kravitz. Nei svona grínlaust þá fannst mér þetta æst töff allt saman og ætla ég að gera mitt besta til að verða eins töff og Lenny Kravitz þegar ég verð stór.

Ég hitti hins vegar mann í dag sem þekkir Lenny Kravitz (allir að sleikja vísifingur og ýta honum í öxlina á mér og gera brennihljóð) og hann bar honum ekkert allt of vel söguna. Hann sagði að hann væri eiginlega bara soldið fífl. Einnig sagði hann mér að samkvæmt fyrrverandi bassaleikara hjá Mr. Kravitz, væru hljómsveitarmeðlimir vigtaðir fyrir hverja tónleikaferð og svo vigtaðir randomly á meðan túrnum stendur. Ef spilararnir hafa verið eitthvað að missa sig í mcnuggetsið á túrnum, þá er dregið af laununum þeirra. Grínlaust.
Einnig var hljómsveitin látin æfa án Lenny í sex vikur áður en hann lét sjá sig. Svo er líka dregið af þeim fyrir spilamistök. Gott flipp.

Hvað um það. Ég ætla að halda áfram með þessa æsings löngu færslu. Þú mátt alveg taka þér pásu og kíkja aðeins á midgetporn.com ef þú vilt, en þú verður að lofa að koma aftur.

Ókei, hver man ekki eftir hinum ógleymanlega og hressa slagara Who Let the Dogs Out. Svo skemmtilega vill nebblilega til að maðurinn sem ég hitti í dag og var að segja mér sögurnar af Lenny Kravitz, er einmitt maðurinn sem pródúseraði Who Let the Dogs Out. Fyrir það mun ég vera honum ævinlega óþakklátur. Hins vegar hefur hann búið til ýmisleg sniðugra líka eins og t.d. fyrstu Digable Planet plötuna fyrstu tvær Joss Stone plöturnar. Hvað um það. Þessi gaur er semsagt núna nýbúinn að pródúsa nýja plötu með stelpu sem heitir Imani og kallar sig í augnablikinu Little Jackie. Ekki að það skipti neinu máli hvað hún kallar sig, en það sem skiptir máli (a.m.k. fyrir mig) er að ég er nýbyrjaður í hljómsveitinni hennar og ég er mjög spenntur fyrir því. Heimsyfirráð eru að sjálfsögðu efst á stefnuskránni, og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að það gangi eftir eins og alltaf. Ég lofa að láta vita þegar ég verð ríkur og frægur.
Hér eru nokkrar slóðir ef þú vilt tjékka á einhverju af þessu:
Heimasíða Little Jackie
Imani á youtube nýlegt
Imani á youtube gamalt

Ps. Ég var að vesenast í tönnunum á mér með svona litlum vírbursta sem maður treður á milli tannanna og juðar fram og tilbaka, og það kom svart hár með burstanum út úr munninum á mér... tóm gleði.