Doddi í Brooklyn

Saturday, June 03, 2006

Auglýsing
Ég er að spila í Hafnarborg í Hafnarfirði, miðvikudaginn 7. júní kl 21:00.
Ég er að spila á Jómfrúnni, laugardaginn 10. júní kl 16:00.
Báðir þessir tónleikar verða með kvartett Andrésar Þórs, gítarleikara, en hann var að gefa út nýja plötu og við munum aðallega vera að spila efni af henni. Í hljómsveitinni eru ásamt mér og Andrési, Siggi Flosa á saxófón og Valdi Kolli á bassa.
Ef mikið verður klappað, mun Andrés jafnvel taka nokkra sérvalda Sixties slagara, en eins og glöggir lesendur vita, var hann gítarleikari þeirrar mögnuðu sveitar á gullaldarárum hennar. Ef til vill mun Andrés einnig veita eiginhandaráritanir, en þá að sjálfsögðu einungis á ber brjóst.


Bjútífúl Æsland

En af hverju er þessi texti hérna megin við myndina, en ekki fyrir neðan myndina?
Maður spyr sig.

Að lokum fær Vodafone skeifu frá mér fyrir að vera hvorki með heimasíðu, né þjónustu sem aðlagar sig að hugsunum mínum.