Doddi í Brooklyn

Saturday, November 03, 2007

Nú er ég hress.
Ég var nebblilega að spila graðhestamúsík með Sir Majesty...út í bæ á rónabar þar sem allir eru blindfullir og engum dettur í hug að gefa tónlistarmönnunum gaum.
Sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þegar við áttum u.þ.b. 30 sekúndur eftir af síðasta laginu, þá ákváðu staðarhaldarar að við værum með of mikil helvítis læti og að tónlistin okkar væri tóm hljóðspjöll og alls ekki bjóðandi sauðdrukknum hokkíelskendum og tóku því rafmagnið af sviðinu...


Vel gert.


Reyndar fannst okkur þetta vera of fyndið til að reiðast. (Ekki að við hefðum getað gert rassgat í málinu hvort eð er...)
Hins vegar fer það ekki á milli mála að óvirðingin verður ekki mikið meiri.

Anyway,
það er búið að vera nóg að gera hjá mér undanfarna daga. Búinn að ferðast töluvert og taka lagið í nokkrum vel völdum borgum Norður-Ameríku. Allt hefur þetta gengið eins og í sögu og allir með bóner. Svo sá ég líka höfrunga.

Ásdís elskar What Not To Wear með henni Stacy og honum Clinton. Þau eru alltaf jafn hress og skemmtileg. Varð bara að koma þessu að.

Svo er ég farinn að titra af spenningi yfir því að vera að fara á Stevie Wonder. Eða eins og fagur þýskukennari sagði eitt sinn: Ich warte gespannt...

Í öðrum fréttum er það helst að ég er alltaf að .....
Þá meina ég alltaf.
Oft á dag.
Skil ekki hvað er í gangi.
Spurning um að fara á rúsínu og gulrótadæet...
Of miklar upplýsingar?

Maður spyr sig.


Hér koma svo nokkrar myndir í rangri tímaröð.




Óli Alexander Fílibomm bomm bomm...


Maccchhhnað flugvélaútsýni á leið frá LA til NYC.


Fyrir utan El Rey Theatre í LA


Drakúla


Rúlluskautar


Technotronic



Sambó


Ég og ástaráhugamálið


Við gistum á þessu skipi fyrir utan LA. Ekki grín.


Þorvaldur elskar laganna verði og reynir því við hvert tækifæri að líkjast þeim eftir bestu getu. Einnig heldur hann jafnan uppi lögum og reglu, sé hann í hópi. Blöskri honum segir hann gjarnan: I'm full of this.


Doddi duglegur að líma



Halli H. líkir eftir hákarli, enda hrekkjavökuhátíðin í algleymingi


Þorvaldur er sönn listaspíra.



Ég elska Jetblue, Jetblue elskar mig en Súperman er sterkastur í heimi.

Wednesday, October 31, 2007

Ress und kat in Califooornia