Doddi í Brooklyn

Thursday, November 07, 2002

...
Eldur í mjólkurhúsi.

(varð bara að segja ykkur það)
...

...
Útlendingarnir hafa bara verið stilltir undanfarna daga
og ég ekkert lent í neinu almennilegu veseni lengi.
Pantaði síma og rafmagn í dag og það var bara ekkert
mál!!! Ég bara trúði því varla!
Kannski ég fái vesen þegar ég fer að panta internetservice
eða kapalinn, það kæmi ekki á óvart en við skulum vona
það besta.
Ég er bara eitthvað á fullu að gera allan andskotann þessa
dagana og því ekki mikið í tölvunni og þar af leiðandi ekki
mikið að blogga.
Hins vegar er helst að frétta að ma og pa koma á föstudaginn
og ætla að hjelpe mig að flytja um helgina. Ég verð að viðurkenna
að ég er farinn að hlakka til að pissa í klósett þar það skiptir
máli hvort maður pissi útfyrir eða ekki og fara að sofa án þess
að þurfa að uppfylla strangar ljósmagnskröfur...
Bless og fullt af stressi í augnablikinu,
doddi.
...

Wednesday, November 06, 2002

...
HNÖKKUM STOLID ÚR HESTHÚSI NORDAN EYRARBAKKA!
(af forsíðu mbl.is)

Ekki missa sig íslenski fréttaflutningur.
...

Sunday, November 03, 2002

...
Jæja,
eitrun að baki og eintómur hressleiki framundan.
Hress hress hress klukkan sex.
Jú ég er ávallt hress.
Borðaði í dag fyrsta matinn minn síðan á þriðju-
dagskvöld. Það var gott.
Samt drakk ég bara minute maid vegna þess að
nuddkonan mín segir að diet kók sé eitur og að
koffín fari mjög illa í axlirnar á mér. Því ætla ég að
svissa mér létt yfir í eitthvað ferskara eins og t.d.
vatn, djús eða jafnvel íste. Já viti menn, íste!
Þegar þetta er skrifað eru 5 mínútur síðan að ég bragðaði
fyrsta íste-sopann minn.
Jú jú, þetta er ágætisglundur svona á síðkvöldum.
Svo ætla ég bara að halda tombólu með öllu íslenska
namminu sem mér hefur verið sent. Geri ráð fyrir að hafa
svona ca 855 dollara upp úr krafsinu. Það er nebblilega nett
heilsuvakning í gangi í augnablikinu.
Svo ætla ég líka að fara að drífa mig að senda henni ömmu
bréf. Ég held að hún muni hafa soldið gaman að því.
Nú mun ég hins vegar halda ótrauður á vit félagsfræðigyðjunnar
og lesa fyrir félagsfræðiprófið sem ég er að fara í á morgun.

Góðar stundir.
.
.
ps. bíddu aðeins, nú er ég alveg ruglaður, er ekki koffín í ístei?
er ég alveg að missa það?
...