Doddi í Brooklyn

Friday, January 31, 2003

...
Kitten sold seperately.

Það er nefnilega soldið fyndið hvernig þetta er í auglýsingunum hér.
T.d. er settur svona texti með smáu letri neðst á skjáinn í öllum
bílaauglýsingum þar sem stendur eitthvað á þessa leið: Professional
driver, closed track, don't try this at home.
Svona bara til að hafa varann á ef einhver snillingurinn mundi ætla að fara
að prófa að keyra eins og maðurinn í auglýsingunni, slasa sig, stefna
bílaframeiðandanum og ætla að græða fullt af pening.

Svo er líka mjög athyglisvert að alltaf þegar verið er að auglýsa eitthvað eins
og t.d. einhver lyf eða svona leiki þar sem hægt er að vinna eitthvað eins og
ferðalög eða bíla, þá þurfa alltaf að koma fram í auglýsingunni allar mögulegar
keppnisreglur, aukaverkanir lyfja o.s.frv.
Þá er brugðið til þess ráðs að fá fólkið sem er heimsmeistari í hraðtali til að
tala extra hratt inn á auglýsingarnar. Og þannig er þetta líka í útvarpinu. Allar
þannig auglýsingar enda á svona óskiljanlegu blaðri þar sem verið að útlista
allar aukaupplýsingar sem til eru.

Hins vegar fannst mér mjög gaman að sjá þvottaefnis-auglýsingu um daginn
í sjónvarpinu sem endaði með mynd af strák sem brosti fallega, og var, af óskiljanlegum
ástæðum, með kettling í fanginu.

Hvað haldiði að hafi staðið í smáa letrinu neðst á skjánum???
...