Doddi í Brooklyn

Tuesday, April 22, 2008

Hæ.
Ég er í fýlu. Meðal annars vegna þess að ég nenni ekki að raka mig. Svo er ég líka með bólu undir skegginu sem vill alls ekki láta raka í sig. Spurning um að vaxa þetta bara....

Talandi um vax, þá er ég einmitt búinn að ákveða að fara í vax bráðum. Það er kominn tími til að bíta í dreggjar sverðanna, bretta upp hosur og sýna umheiminum karlmennsku þá er býr innra með mér. Baklungun alræmdu munu fjúka, ásamt fögru upphandleggjahárunum. Jú, þetta verður æsispennandi og mun ég að sjálfsögðu leyfa þér, kæri lesandi, að fylgjast grannt með.

Þú titrar af spenningi, ekki rétt?

Samt er ég líka glaður, vegna þess að ég drullaðist til að taka upp og fixmixa 3 nýjar undursamlegar tónverkssamsetningar fyrir myspaceið mitt í dag. Kominn tími til.

PS. Það vantar alveg dæner stemmninguna á Íslandi. Heyriði það. Ég held að ég hafi fengið smakk af himnaríki er ég og Guðmundur góðvinur minn settumst inn á Daisy's Diner, eldsnemma að morgni Sunnudagsins síðasta eftir strembna nótt á öldurhúsum hverfisins og smelltum okkur á hellað frens tóst með eggjum og beikoni og öllum pakkanum. Össssssssss! Ég er í keppni hver getur gert lengsta PSið.

PPS. Allir að fara á myspaceið mitt og búa til rapp yfir allt draslið. Senda mér svo í pósti - ég áframsendi svo til Bad Boy og við verðum fræg/ir. Ókei?