Doddi í Brooklyn

Saturday, January 05, 2008

Hæ börnin góð.
Hér er nýtt lag frá Sir Majesty sem heitir Little Dinosaur. Tekið upp 4. jan á Rockwood Music Hall.
Allir að horfa á og segja húppla jibbí kóla.


Hvað er annars að frétta af Gus Polinski?

Wednesday, January 02, 2008

Halló halló halló elsku sykurknúsíhnoðralingarnir mínir og gleðilegt ár. Vonandi var 2007ið ykkar frábært og vonandi verður 2008 gargandi snilld.

Hátíðarnar hafa gangið sérdeilis vel fyrir sig hérna í útlöndum og er þetta búið að vera nánast taumlaus gleði hérna hjá okkur, nema þegar við höfum verið sofandi, þá höfum við verið í fýlu.

Jólastressið var skilið eftir á Íslandi í sumar og verð ég að segja að sú tilbreytni er svo sannarlega til eftirbreytni.

Aðfangadagur var mjög afslappaður, við fórum í labbitúr í góða veðrinu, átum feeeeiiiiitt dádýr og slöfruðum í okkur líter af toblerone sósu í eftirrétt.

Dagana á eftir gerðum við svo ekki rassgat eins og vera ber.

Nokkrum dögum fyrir áramót komu Olga og Garðar í heimsókn til okkar frá Boston og voru yfir áramótin. Þau voru stillt og prúð og fjölskyldu sinni allri til mikils sóma.

Hér kemur dass af myndum svo að þú lesandi góður getir glöggvað þig betur á aðstæðum okkar hér westan hafs.

Hér eru Þorvaldur og Ásdís í téðum göngutúr á Aðfangadag.


Hér eru þau komin í bingógallann og tilbúinn að fagna kvöldinu er María missti vatnið.


Það var Rúdólfsþema í kvöldmatnum.


Hér stendur Þorvaldur stoltur með kassann utan af besta tölvuleik í öllum heiminum geiminum undir hendinni. Ef þú átt ekki Rockband, þá skaltu snáfa út í búð og kaupa slíkan grip eins og skot. Ef þú veist ekki hvað Rockband er, þá ertu að fara á mis við alla fegurð heimsins.


Þegar hér er komið sögu (sá sem man eftir að hafa verið kennt að segja komið sögu en ekki komið við sögu vinsamlegst rétti upp hönd) eru fyrrnefnd Garðar og Olga komin í heimsókn og dýrindis hangikjetsveisla á borðum í boði Kjarnafæðis. Kunnum við Halla bestustu þakkir í heimi.


Ekki létum við okkur nægja að eyða penginunum okkar í fíkniefni og vídeóspólur, heldur spiluðum við honum líka frá okkur í ólöglegum fjárhættuspilum.

Þorvaldur vill vera eins og Tony Soprano er hann undirbýr sig fyrir átök þau er fylgja fögnun nýs árs.

Funheitar guggur reddí tú parrrteiiiiii.

Spikfeitur kalkúnn. Aerogardenið hennar Dísu í baksýn.

Áramótateitið hafið og allir að spila Rockband að sjálfsögðu.

Þorvaldur og Olga posin' til closin'...

Allt að gerast, klukkan alveg að verða tólf, Times Square í bakgrunninum og allir að verða kreisí.

Gleðilegt áááárrrrr!





Taumlaus frygð.

Dansandi gimpið kom í heimsókn.

Villi og Lúlla hrista rassana sína já.