Doddi í Brooklyn

Wednesday, May 10, 2006

Mér er illt í rassinum vegna þess að sófinn okkar er viðbjóður. Eina leiðin fyrir mig til að fá ekki blæðandi ristilbólgu, er að sitja alveg út í öðrum hvorum endanum og halla mér í ákveðna átt.
Þess vegna auglýsti ég hann til sölu á netinu, og viti menn, á morgun kemur saklaust fórnarlamb að skoða sófann.
MÚHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA.
Ég er snillingur.
SNILLINGUR SEGI ÉG.

Svo fékk ég mér líka makkdónalds í kvöldmatinn. Svo ætla ég að fá mér ís. Held mig bara í hollustunni.

Annars er melluveður hérna þessa dagana. Grenjandi rigning og fjúkandi regnhlífar. Bara eins og íslenskt sumar...
Ókei, ég veit að það er búið að vera sultufínt veður undanfarið í R.vík þannig að þetta var kannski ekki alveg sanngjarnt...

Hvað um það.
Fólk virðist vera soldið í því að lesa Biblíuna hérna í USA.
Ég var a.m.k. að spjalla við strák hér í bæ, og hann kvótaði eitthvað í Biblíuna og ég horfði á hann eins og hann væri geðsjúkur, en þá horfði hann á mig til baka með ógnandi augnaráði, greip slöngvivað úr vasa sér og slöngvaði steinvölu leiftursnöggt í ennið á mér og felldi mig.

Svo er Dorrit líka í ruglinu.

Bless elskan.
Þorvaldur.


Nú er pakkdauði í algleymingi hér á þörtínæn beisteit ród.
Sturlun segi ég.
Það er á tímum sem þessum sem komment frá gömlum skólafélagastúlkum með blómanöfn létta lundina.
Hvað um það.
Þegar ég er einn heima, eins og ég er búinn að vera síðan á fimmtudag, þá kaupi ég bara fullt af nammi og borða það í staðinn fyrir mat. Mér finnst það mjög sniðugt. Svo er það líka svo ódýrt og síðast en ekki síst hollt.
Annars pakka ég og pakka en ekkert gerist. Ætli ég sé staddur í pakkisvartholi? Maður spyr sig.
Ég er sem sagt að pakka öllu vegna þess að við erum að flytja okkur um set hér í Boston. Eins og glöggir lesendur vita, þá gáfumst við upp á viðheyrumalltsemallirsegjaframágangiígegnumpappavegginnáíbúðinnokkarogþaðhristist-
alltinnihjáokkurþegarútidyrahurðinnierskelltogíbúðinokkarfyllistafreykefeinhver-
eraðreykjaíhúsinuofl- áreitinu fyrir nokkrum mánuðum. Því ákváðum við að flytja og freista þess að minnka geðsýkisáhættustuðulinn um nokkur stig.
Ég mun svo koma til Íslands að morgni 17. maí, heill á geði og búinn að þurrka hundaæðisslefið sem ég er nú með í munnvikunum.

Mun ég neyðast til að segja söguna um blómið sem dó?
Fylgist náið með.
Svindl samloka.

Bless elskan.
Þorvaldur.