Doddi í Brooklyn

Saturday, April 01, 2006

I'm going slightly mad...
Það er kreisí sumarsturlun í gangi þessa dagana.
Búið að vera í kringum 20 gráður, heiðskírt og sól síðustu 3 daga. Þetta er náttúrulega bilun.
Hvað um það. Við erum enn í íbúðaleit. Eigum sérlega erfitt með að taka ákvarðanir... Að minnsta kosti ég.
Vorum eiginlega búin að ákveða. Þá kemur auðvitað ákkúrat eitthvað annað upp og þá fer maður að spyrja sig hvort það sé betra og svo framvegis og svo framvegis. Við erum semsagt í tómu íbúðatjóni þessa dagana en vonum að það fari nú að birta til fyrr en síðar.
Jóel finnst I'm going sligthly mad vera gott lag. Það finnst mér ekki. Þetta er ekki aprílgabb.
Gleðilegan 1.apríl.
Allir að reyna að gabba mig í kommentakerfinu, ókei?
Gelbe Schuhe.

Ps. Það kom upp smá misskilningur í kommentakerfinu hér að neðan um að maðurinn á myndinni væri faðir minn. Ég vil taka það fram að það er ekki svo. Þessi maður er bara einhver útlendingur.

Wednesday, March 29, 2006

Þorri representar Dagomba með Alhaji Dolsi-naa Abubakari Lunna. Represent. WestZide.

Sunday, March 26, 2006

Dauðasturlun andskotans.
Ég er að snappa.
Við erum að leita að íbúð vegna þess að við erum búin að segja þessari upp. Búin að fá nóg af útihurðarskellstitringi og gestalátum á ganginum.
Við erum búin að skoða í kringum 20 íbúðir á 3 dögum. Alveg í ruglinu. Flestar íbúðirnar í þvílíku tjóni. Maður er náttúrulega ekki með neinn eðlilegan standard heldur, komandi frá fátæka Íslandi.
Ásdís var reyndar mjög spennt fyrir íbúðinni þar sem var miði framan á bakarofninum sem á stóð: "Remember to take the trap out before you turn this shit on". Ekkert músavandamál þar. Gott líka að ég segi að Ásdís hefði ekki viljað þessa íbúð, vegna þess að ég er náttúrulega svo mikill nagli að mig hefði ekkert munað um nokkrar mýs. Right.
Hvað um það, við gefumst ekki upp. Áfram Ísland. Svo mættum við líka Simma og Jóa um daginn í mollinu. Ásdís klikkaðist auðvitað og varð að fá eiginhandaráritun á brjóstin. Klassískt hún. Ég hélt þokkalega kúlinu. Enda var ég einu sinni æst frægur í æst frægri hljómsveit þannig að ég er alveg vanur að vera innan um selebritís. Whatup Kanye.