Doddi í Brooklyn

Tuesday, September 04, 2007

Ég læt undan þrýstingnum.
Ég blogga.

Helsta frétt undanfarinna vikna er að sjálfsögðu að Fóstbræður eru loksins að fara að koma út á DVD. Kominn tími til, og mun ég verða alveg prumpandi æstur í að ná í eintak um leið og það kemur út.

Hins vegar er ég hér í NYC að reyna að meika það feitt.
Það gengur hægt.
Ég er með eitt project í gangi (ókei, ég er ekkert með það í gangi, en ég fæ að vera með) sem ég er að vona að verði að einhverju. Það er sem sagt söngkona sem ætlar að verða heimsfræg, og vona ég bara að henni takist það, því þá kemst ég kannski fram fyrir röðina á Rex. En það verður að koma í ljós. Ég læt ykkur vita. (allir æst spenntir, ég veit)

Nú er Wilbury Twist með Traveling Wilburys í útvarpinu. Þumlinum sveiflað og allt.

Það er ansi mikið búið að gerast síðan ég bloggaði almennilega síðast. Var á Íslandi í mánuð, kom til NYC í byrjun ágúst og skrapp svo aftur til Íslands yfir helgi í brúðkaupið hjá Pétri bróður eða Pésa Hip Hop Mæsta eins og ég kýs að kalla hann. Það er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn á dansgólfinu. Hann sýndi mjög svo margslungna takta og gerði alla viðstadda agndofa og afar afbrýðisama er hann hristi mjaðmirnar við lög eins og I got the Power og Push It. MC Hammer hefði skammast sín og snáfað inn á klósett með skottið milli lappanna hefði hann séð Pétur í ham.
Í þessu brúðkauði gerði ég magnaða uppgötvun er ég fattaði að vera í eignkonubarsmíðanærbol undir skyrtunni. Þá tekur einginkonubarsmíðanærbolurinn allan svitann og skyrtan helst þurr. Yndislegt alveg.

Hins vegar höfum við það bara drullugott hérna í NYC. Það er reyndar alveg alveg æsings heitt hérna og ekki bætir úr skák (hvadda segja) að íbúðin okkar er ofn. Vonandi þýðir það líka að það verði heitt í vetur.

Svo er líka sniðugt og fyndið að segja frá því að það var gasleki í íbúðinni okkar um daginn. Þannig er mál með vexti að við vorum búin að finna svona smá dass af gaslykt alltaf af og til í kringum ískápinn og eldavélina en gerðum ekkert í því. Svo ákváðum við einn daginn að hringja í gaskompaníiið og spyrja þá hvort þetta væri eðlilegt. Þá panikkuðu þeir bara og sögðu okkur að opna alla glugga í hvelli og ekki kveikja á neinum rafmagnstækjum né setja þau í samband eða taka þau úr sambandi og einhver mundi koma til okkar undireins og athuga þetta. Og að sjálfsögðu kom það á daginn að það var einhver massa gasleki fyrir aftan eldavélina. Við hefðum sem sagt getað dáið í svefni fyrir löngu... flipp.

Svo var líka ókeypis tekknóveisla úr búðinni fyrir neðan okkur í nokkrar vikur, en eftir ca 8 kvartanir eru þeir búnir að lækka. Það er nú bara gaman að því.

Íbúðin okkar er samt helber snilld og þá sérstaklega eftir að við splæstum í forláta gasgrill sem stendur á þakhjólbarðanum. Hvílík ólýsanleg snilld að sitja þar úti með heitt á grillinu og tylft af berum konum berandi á mig olíu.

Svo var ég líka að kaupa mér nýtt trommusett. Frekar ánægður ég. Sonor rósaviðar trommur, smíðaðar snemma á níunda áratugnum, gæti ekki verið mikið betra.

Nú er Come Baby Come í útvarpinu, Swing badda badda badda badda badda Swing..

Hér er massi af myndum, alls ekki í neinni sérstakri tímaröð.



































Monday, September 03, 2007

Jæja, er ekki farinn að koma tími á smá blogg?