Doddi í Brooklyn

Tuesday, December 25, 2007

Halló elskurnar mínar og gleeeeeðileg jól.
Vonandi hafið þið það yndislegt.

Ég er þessa stundina að horfa á Bangsímon í sjónvarpinu. Hann er að fara með óskalistann sinn á norðurpólinn.

Annars áttum við yndislegan aðfangadag. Ég hef ekki upplifað jafn afslappaðan aðfangadag síðan ég var 9 ára og sat fyrir framan sjónvarpið allan daginn á náttfötunum og horfði á teiknimyndirnar á Stöð 2 alveg þangað til ég var skikkaður til að klæða mig í sparifötin. Undanfarin ár, þegar við höfum komið til Íslands á þessum árstíma hef ég ávallt þjáðst af miklu jólastressi. Því var það ágæt tilbreyting að vera hérna á jónunum og líka ágæt lexía í stress prevention tactics... Og sei sei. Anyway, það sem við gerðum á aðfangadag var sem sagt: vakna - borða morgunmat - leggja sig - göngutúr - borða jólamatinn - opna pakkana - sofa. Verður ekki mikið betra.

Í dag er svo dagurinn þegar Ameríka kemst næst því að sofa. Nánast allt er lokað hérna í dag, svo sem sóðabarinn sem er beint á móti okkur, en ég hef einmitt aldrei séð hann lokaðan áður, hvorki kvölds né morgna... Hins vegar klikkuðu gaurarnir í búðinni fyrir neðan okkur ekki á smáatriðunum og opnuðu búðina snemma í morgun. Blessunarlega tóku þeir danspásu í dag og eru því bara rólegir á tekknóinu. Ég er þó ekki viss hversu mikinn bissness þeir fá í dag...

Jæja, þá er þessu jólabloggi lokið og ég óska ykkur öllum enn og aftur gleðilegrar hátíðar.