Doddi í Brooklyn

Saturday, January 12, 2008


Allir að fara í bíó á The Orphanage. Spænskur spennutryllir sem hræddi mig. Samt er ég karlmaður og hetja.


Rákumst svo á þennan á leiðinni heim, greinilega mjög hress...

Friday, January 11, 2008

Jó hómís.
Var að enda við að horfa á 4 girls fingerpaint. Enginn skyldi horfa á það nema sá hinn sami sé vel sinnisveikur. Þetta vídeó er einmitt runnið undan rifjum sömu aðila og gerðu 2 girls 1 cup sem sló svo eftirminnilega í gegn á internetinu um daginn. En eins og ég segi, ekki fara á netið og leita að þessum myndböndum nema þú sért haldinn kvalalosta. (Eins og ég).
Hvað um það, hér eru 2 ný myndbrot frá Sir Majesty sem voru tekin upp í gærkveldi á bar sem heitir Spike Hill og er í Williamsburg sem er hverfi í Brooklyn. Ég verð aldrei þreyttur á því að spila ókeypis fyrir róna.

AMMUNITION


PHOTOGRAPH

Monday, January 07, 2008

Komið sumar í NYC. Skil ekkert. Vonandi kemur ekkert meiri vetur.

Svo gleymdi ég líka að segja ykkur að ég fór út að fá mér pítsu með Ásdísi, Jon og Macy Gray um daginn. Hún talaði samt ekkert við mig allt kvöldið, altsog Macy, og var bara í fýlu á næsta borði. Svo hélt Ásdís líka að hún væri kall þegar hún sá hana fyrst. Rónakall.