Doddi í Brooklyn

Friday, January 17, 2003

...
Gott kvöld.
Við fórum í biografen i aften á hina margumtöluðu Gangs of NY.
Ég bara veit það ekki. Mér fannst hún bara ekkert spes. Ja hérna hér.
Ekkert sérstaklega skemmtileg og ekkert mega flott neitt. Og dæmi nú
hver fyrir sig, o sei sei já, ég slæ mér á lær.

Ásdís biður að heilsa.
Hún þarf að fara að kaupa sér peysu. Ekki vegna þess að stelpur eru
kaupóðar, heldur vegna þess að veðrið hér er eitthvað að mis þessa dagana.
Það er spáð 5 stiga hita hér um helgina! Og við sem ætluðum á ströndina á laugardaginn!
Hvað er að gerast, hvað höfum við gert til að verðskulda þetta?

Svo vorum við að splæsa í miða á Santana consert eftir 2 vikur. Dúndrandi
sveifla og hressleikinn allsráðandi.

Í Ameríku er öllum sama um aðra og hvað öðrum finnst.
Er ekki fínt að vera með hágrenjandi barn í bíó?
Bara að tjékka... Gleymdi nebblilega að segja ykkur frá því áðan.
Til allrar hamingju fengum við frið innan skamms.
En hver var pælingin að ætla að skella sér í góðu flippi í bíó
með ungabarn? Og það á þriggja tíma mynd?
Maður bara spyr sig...

Það var lóðið.

En núna búið í dag.
Kveðja,
lati bloggarinn.
...

Tuesday, January 14, 2003

...
Hæ Sigga, hæ.

Jú, þá er fyrsta skóladegi hinum síðari á þessu skólaári lokið og nýr dagur
runninn upp...

Ummm, ég tók mynd af æst stóru amerísku rassgati sem ég mun birta á mynda-
síðunni sem verður vonandi tilbúin um næstu helgi. Það þýðir að við höfum keypt
myndavél. Jú, rétt til getið. Hús og hýbílis-myndirnar af íbúðinni munu koma ykkur
fyrir sjónir von bráðar.

UMFERÐ ANDSKOTANS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Já, þið sem eruð eitthvað að fúlsa yfir umferðinni á klakanum skulið bara steinhalda
kj. og flytja til Miami.
Lýðveldishátíð á Þingvöllum my ass.

Bless,
ykkar Dido.
...