Doddi í Brooklyn

Saturday, December 13, 2008

Draslið farið út á flugvöll.
Þetta er mjög skrýtið finnst mér...
Reyndar hálfgerð sturlun.
Flytja til Íslands eftir sex og hálft ár í USA.
Vonandi verður tekið vel á móti mér...
Vonandi kann ég að vera dónalegur ennþá... (engar áhyggjur, ég er ekkert búinn að gleyma því, spyrjið bara Ásdísi...)

Til gamans hef ég ákveðið að setja hér inn eina brjálaða mynd.
Hún er ekki fyrir viðkvæma.
Þessi mynd var tekin í einhverju því brjálaðasta flippi sem ég hefi á ævi minni framkvæmt. Ólíklegt þykir mér að slíkt flipp muni nokkurn tíma verða endurtekið af neinum.

Saturday, November 22, 2008

Ísland er í fokki.
Þess vegna ætlum við að flytja til Íslands fyrir jólin og bjarga öllum.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Saturday, November 08, 2008Tjékkið á þessum:

Girl Talk

Hægt er að dánlóda nýjustu plötunni hans án endurgjalds.

Fokkings snillingur.

Wednesday, November 05, 2008

Besta heimasíða í heimi:
-Smellið hér-

Annars er ég bara smá hress. Nýr forseti og svona.

Thursday, October 16, 2008

Bara in keis að einhver sé ekki búinn að sjá þessa snilldar ljósmynd. Þess ber að geta að þetta er ekki fótósjoppað. Ég sá þetta meira segja sjálfur með augunum mínum í beinni í sjónvarpinu.

Sunday, October 12, 2008

Blogga svo, koma svo.

Fór á Madonnu í fyrradag. Þvílík fokkíngs snilld.
Ég hafði nákvæmlega engar væntingar, en ég verð að segja að þetta var helber snilld.
Kellingin nánast á pjöllunni allan tímann, (sundbolur og netasokkabuxur teljast varla til fata...) hoppandi og dansandi stanslaust eins og spassi. Reyndar má hún alveg við því að vera hálfnakin, enda vaxin eins og 18 ára sundgarpur.
Sjaldan hef ég farið á tónleika þar sem er jafnmikil stemmning allan tímann. Það voru beisikklí allir í sturluðu rugli allan tímann.
Með þessu sjói smellti sér þétt upp að hlið Prince hvað æsings tónleikasnilld varðar. Og þá er mikið sagt.
Einnig skulum við ekki gleyma því að manneskjan er fokkíngs fimmtug!!!

Nóg um það.

Við vorum að frétta hérna í USA að það væri eitthvað fjármálavesen á Íslandi. Er það satt? Maður nær ekkert að fylgjast með þessu hérna í útlöndum. Hvað um það, ég er viss um að Ríkisstjórnin og Seðlabankinn lagi þetta allt saman. Er ekki Dabbi Odds í Seðlabankanum og svona. Þetta hlýtur að reddast.

Var að panta mér far til Íslands um jólin með Icelandair, sem er b.t.w. uppáhaldsflugfélagið mitt í heiminum geiminum. Þeir geta bara ekki klikkað. Framúrskarandi vefhönnun, óbilandi þjónustulund, og einstaklega hagstæð verð gera Icelandair að heimsklassa flugfélagi.

Reyndar varð ég mjög glaður þegar afgreiðslukonan spurði mig um emailið mitt. Ég spurði hana hvort hún væri ekki með það á skrá hjá sér. Þá sagði hún með fílefldum Hjalta Úrsus hreim: "Jú kannski, er það hérna: þort het römmer? (thorthedrummer)
Jú, ég var nú hræddur um það.

Ein spurning.
Er ekki örugglega töff að spila þungarokk með kristilegum textum?
Ímyndið ykkur Killing in the Name með R.A.T.M. en setjið t.d. "Jesus Christ has Entered the Building" í staðinn fyrir "Fuck you I won't do what you tell me"...
Mér finnst það a.m.k. mjög töff og var því orðinn mjög glaður eftir að vera búinn að horfa á nokkrar slíkar hljómsveitir hylla drottinn í gegnum dauðarokk í tvo tíma í gærkvöldi er ég beið eftir að komast á svið.

Að lokum er svo ein töff mynd af Elton John að tromma. Takið eftir WhiteManOverBite sem Elton er klárlega búinn að mastera.

Thursday, September 18, 2008

Það er mjög mikilvægt fyrir mig að umkringja mig með fólki sem hefur jákvæð og hvetjandi áhrif á sköpunargáfu mína.
Eftir umfangsmikla leit á internetinu fann ég loks samfélag fólks sem hefur sömu þrár og væntingar til lífsins og ég. Við setjum takmarkið hátt og ekkert fær okkur stöðvað. Við munum að endurnýjaður hugur er lykillinn að lífskraftinum. Sjá hér að neðan:

THE WAY

Ef þið eruð ekki sannfærð:

THE WAY 2